Allir neita sök í stóra fíkniefnamálinu

Lögreglan fylgdi þeim sem sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins í þingfestinguna …
Lögreglan fylgdi þeim sem sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins í þingfestinguna fyrr í dag. mbl.is/Eyþór

Allir sakborningar sem komnir voru fyrir þingfestingu í dag í stóru fíkniefnamáli neituðu sök í helstu ákæruliðum í málinu. Alls eru 18 manns ákærðir í málinu og voru 15 þeirra mættir fyrir dóm í dag.

Eru sakborningarnir ákærðir fyr­ir grun um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

Höfuðpaurinn í málinu neitaði sök í öllum helstu ákæruliðum en játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot.

Allir sakborningarnir huldu andlit sín á leið inn í sal.
Allir sakborningarnir huldu andlit sín á leið inn í sal. mbl.is/Eyþór
Stefnt er á að aðalmeðferð málsins hefjist 24. september.
Stefnt er á að aðalmeðferð málsins hefjist 24. september. mbl.is/Eyþór

Aðalmeðferð hefst 24. september

Þrír sakborninganna gátu ekki mætt fyrir dóm í dag og þurfa því að mæta miðvikudaginn 21. ágúst og gera grein fyrir sinni afstöðu.

Einn sakborningur sem sætir gæsluvarðhaldi kemur hér í fylgd með …
Einn sakborningur sem sætir gæsluvarðhaldi kemur hér í fylgd með lögreglu. mbl.is/Eyþór

Þeir 15 sakborninga sem mættir voru, ásamt höfuðpaur málsins, neituðu sök en játuðu þó einhverjir á sig minni brot er vörðuðu vörslu fíkniefna, en þó ekki til dreifingar. Var þá öllum upptökukröfum mótmælt eða hafnað og vörðuðu flestar þeirra upptöku á síma.

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari og dómari í málinu lagði áherslu á að aðalmeðferð málsins myndi hefjast fljótlega þar sem fjórir sakborninga sæta nú gæsluvarðhaldi. Stefnt er á að aðalmeðferð málins verði frá 24.-29. september.

Flestir sakborninganna mættu í dag af þeim 18 sem eru …
Flestir sakborninganna mættu í dag af þeim 18 sem eru ákærðir. mbl.is/Eyþór
Þétt var setið í salnum enda um marga sakborninga að …
Þétt var setið í salnum enda um marga sakborninga að ræða í málinu. mbl.is/Eyþór
Þrír sakborningar sem gátu ekki mætt í dag þurfa að …
Þrír sakborningar sem gátu ekki mætt í dag þurfa að mæta í næstu viku og gera grein fyrir afstöðu sinni í málinu. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert