„Ekkert grín að lenda í þessu fólki“

Pétur Jökull Jónasson er 45 ára gamall.
Pétur Jökull Jónasson er 45 ára gamall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef ekki hug­mynd um það,“ svaraði Pét­ur Jök­ull Jónas­son spurður út í gám sem var full­ur af kókaíni sem lagði af stað til Íslands frá Bras­il­íu í maí 2022, er Pét­ur var stadd­ur í Bras­il­íu.

Pét­ur er ákærður fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot með hlut­deild að stóra kókaín­mál­inu svo­kallaða.

Aðalmeðferð í mál­inu gegn Pétri hófst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag með skýrslu­töku yfir hon­um.

Sak­sókn­ari byrjaði á að spyrja hann út í ferðir hans árið 2022 en gám­ur­inn með kókaín­inu fór frá Bras­il­íu í maí og til Rotter­dam í Hollandi. Þar lögðu yf­ir­völd hald á fíkni­efn­in og komu fyr­ir gervi­efn­um sem komu síðan til Íslands.

Kókaínið sem hollenska lögreglan gerði upptæk í timbursendingu - samtals …
Kókaínið sem hol­lenska lög­regl­an gerði upp­tæk í timb­ursend­ingu - sam­tals 99,25 kg. Ljós­mynd/​Hol­lenska lög­regl­an

Erfitt að fóta sig á Íslandi

Pét­ur sagðist hafa verið í Bras­il­íu, Hollandi, Spáni, Íslandi og Taílandi þetta árið. Hann dvaldi í Taílandi þar til hann kom til Íslands í fe­brú­ar á þessu ári og var hand­tek­inn.

Spurður hvað hann var að gera í Bras­il­íu sagðist Pét­ur hafa verið að skemmta sér og langað að æfa bras­il­ískt jiu jitsu. Sótt­varn­a­regl­ur vegna heims­far­ald­urs­ins hafi hins veg­ar komið í veg fyr­ir æf­ing­arn­ar. Pét­ur sagðist ekki hafa hitt neina Íslend­inga á meðan hann var þar.

Sak­sókn­ari spurði Pét­ur hvort það hafi verið sér­stök ástæða fyr­ir því að hann var á svona miklu flakki árið 2022. Hann sagðist hafa átt erfitt með að fóta sig heima á Íslandi. Hann var því að gera upp við sig hvort hann ætti að flytja til Spán­ar eða Bras­il­íu. Taí­land varð hins veg­ar fyr­ir val­inu.

Pét­ur sagðist ekki þekkja þrjá af fjór­um mönn­un­um sem þegar hafa sak­felld­ir fyr­ir aðkomu að inn­flutn­ingn­um.

Það eru þeir Páll Jóns­son, Daði Björns­son og Jó­hann­es Páll Durr. Pét­ur sagðist þó kann­ast við Birgi Hall­dórs­son frá því þeir voru báðir að leigja á Hverf­is­götu árið 2015.

Þeir munu all­ir bera vitni fyr­ir há­degi í dag.

Í bakrunni eru þrír af fjórum sakborningum í héraðsdómi í …
Í bakrunni eru þrír af fjór­um sak­born­ing­um í héraðsdómi í byrj­un síðasta árs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sveddi tönn og Guðlaug­ur Agn­ar

Sak­sókn­ari greindi frá því að tveir aðrir menn hefðu verið til rann­sókn­ar vegna máls­ins.

Það eru þeir Guðlaug­ur Agn­ar Guðmunds­son, sem var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot og skipu­lagða brot­a­starf­semi vegna salt­dreifara­máls­ins, og Sverr­ir Þór Gunn­ars­son eða Sveddi tönn, sem sit­ur í fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir stór­felld fíkni­efna­laga­brot á alþjóðavísu.

Pét­ur og Guðlaug­ur Ragn­ar voru báðir ákærðir fyr­ir inn­flutn­ing fíkni­efna árið 2010. Pét­ur var dæmd­ur en Guðlaug­ur sýknaður, en þeir sátu þó báðir inni á Litla Hrauni árið 2010, Guðlaug­ur fyr­ir pen­ingaþvætti. Pét­ur sagði þá vera vini en þó ekki verið í mikl­um sam­skipt­um. Hann sagði þá síðast hafa hist árið 2022.

Spurður út í tengsl við Sverri Þór sagðist Pét­ur þekkja hann frá því í gamla daga og sagðist hafa heyrt í hon­um síðast fyr­ir tæpu ári.

Harry, Trucker, Pablo Kart­um

Pét­ur sagðist hafa notað What­sapp og Signal í gegn­um tíðina. Hann kannaðist ekki við not­enda­nöfn­in sem hinir fjór­ir sak­born­ing­arn­ir hafa minnst á og verið í sam­skipt­um við á Signal.

Daði sagði áður að Pét­ur hafa verið að baki not­enda­nöfn­un­um Harry, Trucker, Pablo Kart­um.

Sak­sókn­ari bar und­ir Pét­ur alls kon­ar staðhæf­ing­ar til þess að tengja hann við not­enda­nöfn­in. Pét­ur sagði að það liti út fyr­ir að um til­vilj­un væri að ræða og vildi ekki kann­ast við not­enda­nöfn­in. „Ekki hug­mynd,“ sagði hann á ein­um tíma­punkti.

Pétur Jökull ásamt lögmanni sínum.
Pét­ur Jök­ull ásamt lög­manni sín­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kenn­ir krökk­um tónlist í Taílandi

Pét­ur sagði að eft­ir að lýst var eft­ir hon­um á vefsíðu In­terpol hafði hann haft sam­band við lög­mann.

Hann gaf sig fram í Bang­kok, höfuðborg Taí­lands, og losaði sig við öll raf­tæki áður í „paniki“. Hann sagðist hafa ótt­ast að taí­lensk yf­ir­völd kæm­ust yfir raf­tæk­in: „Það er ekk­ert grín að lenda í þessu fólki,“ sagði hann.

Pét­ur sagðist hafa fengið sér nýj­an síma og ekki fært nein gögn úr þeim gömlu.

Dóm­ari spurði Pét­ur að lok­um út í per­sónu­lega hagi hans. Pét­ur sagðist eiga eina upp­komna dótt­ur. Þá á hann kær­ustu í Taílandi. Hann var að þjálfa þar og kenna krökk­um tónlist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert