Segist ekki hafa kynnt Daða fyrir neinum Pétri

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vin­ur Daða Björns­son­ar, sem kann­ast við Pét­ur Jök­ul Jónas­son, neitaði fyr­ir dómi í dag að hafa kynnt menn­ina. Daði hef­ur þegar hlotið dóm í stóra kókaín­mál­inu og er Pét­ur ákærður fyr­ir aðild að mál­inu.

Auk Daða, báru Páll Jóns­son, Birg­ir Hall­dórs­son og Jó­hann­es Páll Durr vitni fyr­ir dómi í dag en þeir hafa verið dæmd­ir í fimm til níu ára fang­elsi í Lands­rétti fyr­ir að hafa reynt að smygla tæp­lega 100 kíló­um af kókaíni til lands­ins frá Bras­il­íu.

Lítið kom út úr vitna­leiðsl­un­um yfir fjór­menn­ing­un­um í dag að öðru leyti en að menn­irn­ir sögðust annað hvort ekki þekkja Pét­ur eða hann ekki tengj­ast mál­inu.

Daði sagðist hafa verið í sam­skipt­um við Pét­ur, ekki Pét­ur Jök­ul þó.

Spurður hvernig það kom til að hann kynnt­ist þess­um Pétri sagðist Daði hafa fengið sím­tal og ákveðið að hitta hann. Daði sagðist ekki hafa hug­mynd um hvernig Pét­ur vissi af hon­um.

Daði Björnsson er hér til hægri.
Daði Björns­son er hér til hægri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Voru all­ir í Vest­ur­bæn­um

Vitnið sem kom síðast­ur fyr­ir dómi í dag sagðist hafa þekkt Pét­ur Jök­ul úr KR frá því í gamla daga og að hann og Daði hefðu verið góðir vin­ir frá því í grunn­skóla.

Daði hafði sagt í skýrslu­töku lög­reglu að vitnið hefði kynnt þá Pét­ur. „Það stemm­ir ekki,“ sagði vitnið og sagðist ekki hafa kynnt Daða fyr­ir nein­um öðrum Pétri.

Vitnið sagði þó að mögu­lega hefðu þeir þrír hist í KR í gamla daga, en Pét­ur er úr Vest­ur­bæn­um. Eng­in tengsl hefðu þó mynd­ast.

Þá sagði hann að Daði hefði aldrei rætt neinn Pét­ur við hann.

Aðalmeðferð máls­ins held­ur áfram á morg­un þar sem lög­reglu­menn munu meðal ann­ars bera vitni. Aðalmeðferð lýk­ur síðan á miðviku­dag með mál­flutn­ingi sækj­anda og verj­anda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert