Íslenska lögreglan skoðaði raftæki Sverris Þórs

Sverrir Þór Gunnarsson árið 2012.
Sverrir Þór Gunnarsson árið 2012. mbl.is

Lög­reglumaður sem skoðaði síma Sverr­is Þórs Gunn­ars­son­ar, sem er bet­ur þekkt­ur sem Sveddi tönn, bar vitni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag í máli gegn Pétri Jökli Jónas­syni. Talið er að Sverr­ir Þór og Pét­ur hafi rætt um fíkni­efnaviðskipti, en Pét­ur er ákærður fyr­ir aðild að stóra kókaín­mál­inu.

Sverr­ir Þór var hand­tek­inn í apríl árið 2023 í um­fangs­mikl­um aðgerðum bras­il­ísku lög­regl­unn­ar og sit­ur nú í fang­elsi þar fyr­ir fíkni­efna­laga­brot.

Í maí árið 2022 lagði gám­ur af stað frá Bras­il­íu sem inni­hélt tæp­lega 100 kg af kókaíni sem falið var í trjá­drumb­um. Gám­ur­inn hafði viðkomu í Rotter­dam í Hollandi þar sem hol­lensk yf­ir­völd lögðu hald á fíkni­efn­in og skiptu þeim út fyr­ir gervi­efni.

Kókaínið sem hollenska lögreglan gerði upptæk.
Kókaínið sem hol­lenska lög­regl­an gerði upp­tæk. Ljós­mynd/​Hol­lenska lög­regl­an

Skipt­ing hagnaðar og burðardýr

Lög­reglumaður­inn skoðaði síma og spjald­tölvu Sverr­is Þórs. 

Meðal ann­ars fann hann sam­skipti á milli Sverr­is og þriggja not­end­a­nafna á Signal. Nýtt síma­núm­er var að baki hvers þeirra og tók hvert síma­núm­er við af öðru í sam­skipt­un­um. Hann sagði nokk­ur atriði benda til þess að sami ein­stak­ling­ur hefði verið að baki þeirra allra.

Meðal ann­ars var not­ast við not­end­a­nafnið Johnny Rotten á spænsku síma­núm­eri.

Not­end­a­nafnið sendi tengiliðaupp­lýs­ing­ar á Sverri Þór og þá var minnst á sak­born­ing­anna í salt­dreifara­mál­inu og „B“ sem lög­regla tel­ur hafa verið Birg­ir Hall­dórs­son sem var dæmd­ur í stóra kókaín­mál­inu.

Þá töluðu Sverr­ir Þór og maður­inn sem tal­inn er hafa verið Pét­ur Jök­ull um burðardýr og hvernig skyldi skipta hagnaði.

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Pét­ur Jök­ull Jónas­son í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert