Líklegt að Pétur sé maðurinn á upptökunni

Pétur Jökull í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Pétur Jökull í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­fræðing­ur í radd­grein­ingu við Há­skól­ann í Árós­um í Dan­mörku bar vitni í mál­inu gegn Pétri Jökli Jónas­syni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Hún tel­ur lík­legt að Pét­ur Jök­ull hafi verið maður­inn sem ræddi við Daða Björns­son í síma er hann sýslaði með það sem hann taldi vera um 100 kg af kókaíni.

Hljóðupp­tak­an var tek­inn upp með búnaði lög­reglu í Gjá­hellu í Hafnar­f­irði í ág­úst árið 2022. Upp­tak­an var spiluð í héraðsdómi í gær og er afar óskýr en heyr­ist þó Daði tala við ann­an karl­mann.

Daði sagðist í skýrslu­töku lög­reglu hafa verið í sam­skipt­um við ein­hvern stór­gerðan, þrek­inn og ljós­hærðan Pét­ur sem klædd­ist stund­um jakka merkt­um Stone Is­land. Í skýrslu­töku í dómsal í gær sagði Daði að ákærði væri ekki sami Pét­ur.

Ber sam­an upp­tök­ur

Danski sér­fræðing­ur­inn út­skýrði vinnu sína á þann hátt að hún fái send­ar upp­tök­ur af refsi­verðu at­hæfi sem hún beri síðan sam­an við aðrar hljóðupp­tök­ur af rödd­um ein­stak­linga.

Sér­fræðing­ur­inn ber meðal ann­ars sam­an radd­gæði, framb­urð á mis­mun­andi hljóðum og hi­korð.

Hún sagði það ekki hafa áhrif á vinnu henn­ar að greina tungu­mál sem hún skil­ur ekki sjálf, svo sem ís­lensku.

Svipaður hlát­ur á öll­um upp­tök­um

Sér­fræðing­ur­inn sagði ekk­ert gefa til kynna að upp­tök­urn­ar sem hún fékk frá ís­lensku lög­regl­unni væru ekki af ein­um og sama mann­in­um.

Hún sagði það hafa verið ein­kenn­andi að maður­inn talaði lágt og djúpt og með litl­um hljóðstyrk. Þá væri eins og maður­inn væri hás að ákveðnu leyti og loftið færi fram hjá radd­bönd­un­um.

Hún sagði mann­inn eiga það til að muldra og er hann lét hi­korð út úr sér ætti rödd­in til að brotna.

Þá sagði sér­fræðing­ur­inn að hlát­ur manns­ins hefði verið svipaður á öll­um upp­tök­um sem hún hafði und­ir hönd­um.

Byggt á vís­inda­leg­um grunni

Sér­fræðing­ur­inn sagði að niðurstaða grein­ing­ar henn­ar á tölu­leg­um skala hefði verið plús einn. Skal­inn væri frá mín­us fjór­um og upp í plús fjóra. Það þýddi að það væru meiri lík­ur en minni að um sama ein­stak­ling væri að ræða. Ekki væri þó hægt að full­yrða neitt.

Snorri Sturlu­son, verj­andi Pét­urs, spurði sér­fræðing­inn að hve miklu leyti vinna henn­ar væri vís­inda­leg sam­an­borið við hug­læg.

Sér­fræðing­ur­inn sagði erfitt að greina þar á milli. Vissu­lega væru sum­ir þætt­ir hug­læg­ir en allt byggði á vís­inda­leg­um grunni.

Hún benti á að hún væri lærð í þess­um fræðum, hefði rekið fyr­ir­tæki á sviðinu í tíu ár og væri reglu­lega kölluð til aðstoðar lög­reglu.

Aðalmeðferð í mál­inu lýk­ur á föstu­dag með mál­flutn­ingi sækj­anda og verj­anda. Gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir Pétri Jökli renn­ur út 5. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert