Pétur Jökull ekki endilega höfuðpaurinn

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ásamt verjanda …
Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ásamt verjanda sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að um flók­inn og margþætt­an vef fólks er að ræða sem kom að stóra kókaín­mál­inu til að reyna að hylja slóðina og gera lög­reglu erfitt fyr­ir. Pét­ur Jök­ull Jónas­son, sem ákærður er fyr­ir aðild, er ekki endi­lega tal­inn vera höfuðpaur­inn í mál­inu.

Vitna­leiðslur héldu áfram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag í mál­inu gegn Pétri Jökli. Í gær báru fjór­menn­ing­arn­ir sem hafa þegar verið dæmd­ir í mál­inu vitni. Þeir vildu lítið segja. Annaðhvort sögðust þeir ekki þekkja Pét­ur eða hann ekki tengj­ast mál­inu.

Lög­reglu­menn sem komu að rann­sókn máls­ins og báru vitni í dag sam­mælt­ust um að um flókna og langa keðju fólks hafi verið að ræða til þess að villa fyr­ir lög­reglu, meðal ann­ars var passað að und­ir­menn töluðu ekki sam­an. „All­ir að reyna hylja slóðir sín­ar eins og þeir gátu,“ sagði einn lög­reglu­mann­anna.

Pét­ur Jök­ull er tal­inn hafa verið ákveðinn skipu­leggj­andi sem stýrði Daða Björns­syni, en eng­inn höfuðpaur. Þá kom fram að þeir sem áttu fíkni­efn­in hafa ekki verið ákærðir.

„Aldrei eins sann­færður”

Daði Björns­son sagðist í skýrslu­töku lög­reglu hafa verið í sam­skipt­um við ein­hvern stór­gerðan, þrek­inn og ljós­hærðan Pét­ur sem klædd­ist stund­um jakka merkt­um Stone Is­land. Í skýrslu­töku í dómsal í gær sagði Daði að ákærði væri ekki sami Pét­ur.

Lög­reglumaður sagðist í dag full­viss um að maður­inn sem Daði var í sam­skipt­um við hefði verið Pét­ur Jök­ull.

Upp­taka er til af Daða tala við mann í síma um hvað skuli gera við fíkni­efn­in. Eft­ir að hafa rætt við Pét­ur Jök­ul í skýrslu­tök­um sagðist lög­reglumaður­inn „aldrei eins sann­færður” að um sama Pét­ur væri að ræða.

Þá sagðist Daði í skýrslu­töku lög­reglu hafa leitað að Pétri Jökli á net­inu og fundið frétt um að hann hafi áður flutt inn fíkni­efni. Sú lýs­ing leiddi lög­reglu meðal ann­ars að Pétri Jökli Jónas­syni.

Lög­reglumaður­inn sagði framb­urð Daða hafa verið stöðugan og ýmis gögn styðja við þá kenn­ingu að um Pét­ur Jök­ul hafi verið að ræða. Mörg brot pössuðu inn í stóru mynd­ina.

Daði Björnsson og Páll Jónsson í héraðsdómi í byrjun síðasta …
Daði Björns­son og Páll Jóns­son í héraðsdómi í byrj­un síðasta árs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­reglumaður­inn sagði Daða hafa verið sam­starfs­fús­an en ekki vera svo­kallaðan „squ­eal­er“, það er að segja upp­ljóstr­ara.

Spurt var af hverju Daða var aldrei sýnd mynd af Pétri Jökli til að staðfesta að það væri maður­inn sem hann hitti, en líkt og áður sagði neitaði Daði í dómsal að hann hafi hitt ákærða. Lög­reglumaður­inn sagði að það hefði farið gegn verk­ferl­um þar sem ein­ung­is voru til gaml­ar mynd­ir af Pétri. Dóm­ari gagn­rýndi að það hefði ekki verið gert eft­ir að Pét­ur var hand­tek­inn í fe­brú­ar á þessu ári.

EncroChat

Fram kom í vitn­is­b­urði eins lög­reglu­mann­anna að rann­sókn máls­ins hefði haf­ist við rann­sókn á sam­skipt­um Guðlaug­s Agn­ars Guðmunds­son­ar og Hall­dórs Mar­geirs Ólafs­son­ar á dulsíma­kerf­inu EncroChat. Þeir hafa báðir verið dæmd­ir vegna salt­dreifara­máls­ins svo­kallaða.

Þar ræddu þeir meðal ann­ars um að flytja inn kókaín frá Bras­il­íu með timb­ursend­ingu.

Guðlaug­ur Agn­ar ræddi meðal ann­ars við Sverri Þór Gunn­ars­son, sem er í fang­elsi í Bras­il­íu, og Birgi Hall­dórs­son sem hef­ur þegar hlotið dóm fyr­ir aðild sína að mál­inu.

Raf­tæki sem voru gerð upp­tæk á heim­ili Sverr­is Þórs í Bras­il­íu leiddu í ljós að hann hefði verið í sam­skipt­um við not­end­a­nafnið „Harry“. Pét­ur Jök­ull er tal­inn vera að baki not­end­a­nafn­inu en sami Harry ræddi við Daða.

Verj­andi Pét­urs spurði af hverju Guðlaug­ur og Hall­dór hefðu ekki verið hand­tekn­ir strax og svaraði lög­reglumaður­inn að hvorki hefði nægi­lega sterk­ur grun­ur legið fyr­ir á þeim tíma­punkti né næg gögn.

Sam­starf við taí­lensk yf­ir­völd erfið

Spurður af hverju Pét­ur Jök­ull var ekki hand­tek­inn fyrr sagði lög­reglumaður­inn það hefði verið flókið.

Pét­ur var stadd­ur í Taílandi og sam­starf við yf­ir­völd þar í landi gekk erfiðlega. All­ar leiðir hefðu verið full­reynd­ar er lýst var eft­ir Pétri á vefsíðu In­terpol.

Í kjöl­farið kom hann til Íslands í sam­vinnu við ís­lensku lög­regl­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert