Mótmæla að „innfluttum koltvísýring“ sé dælt í jörðina

Arndís Kjartansdóttir og Ragnar Þór Reynisson afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra …
Arndís Kjartansdóttir og Ragnar Þór Reynisson afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, undirskriftalistann fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Íbúar í Hafnar­f­irði af­hentu Rósu Guðbjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar und­ir­skriftal­ista í dag þar sem 6.090 manns skoruðu á bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðarbæj­ar að falla frá áform­um um Coda Term­inal verk­efnið ell­egar setja það í íbúa­kosn­ingu.

Coda Term­inal er verk­efni á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix.

„Mark­miðið er að binda ár­lega um þrjár millj­ón­ir tonna af kolt­ví­sýr­ingi í jörðu við Straums­vík, á var­an­leg­an og ör­ugg­an hátt, í þágu bar­átt­unn­ar gegn lofts­lags­vánni,“ sagði Ólaf­ur El­ín­ar­son, sam­skipta­stjóri Car­bfix, um verk­efnið í sam­tali við mbl.is í maí.

mbl.is greindi svo frá í júní að Hafn­f­irðing­ar hefðu marg­ir áhyggj­ur af þessu um­fangs­mikla lofts­lags­verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins þar sem fyr­ir­tækið hygðist koma upp tíu borteig­um ná­lægt íbúa­byggð í Hafn­ar­f­irði svo hægt sé að dæla inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ing niður í jörðina.

Mikið um óvissuþætti

Í frétta­til­kynn­ingu sem mbl.is barst í kvöld vegna af­hend­ing­ar­inn­ar seg­ir að þetta risa­stóra verk­efni eigi sér eng­ar hliðstæður á Íslandi, né í heim­in­um öll­um, og mikið sé um óvissuþætti sem tengj­ast verk­efn­inu vegna áhrifa þess á um­hverfi og íbúa bæj­ar­ins.

„Fyr­ir­hugað er að dæla niður og binda í berg í mik­illi ná­lægð við íbúðarbyggð við Vell­ina í Hafnar­f­irði, 3 millj­ón­ir tonna á ári af inn­fluttu kol­díoxíði frá verk­smiðjum í Evr­ópu. Íbúar hvetja bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar til að virða íbúa­lýðræðið og setja verk­efnið í heild sinni í íbúa­kosn­ingu,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni sem rituð er, fyr­ir hönd mót­mæla­hóps­ins, af þeim Ragn­ari Þór Reyn­is­syni og Arn­dísi Kjart­ans­dótt­ur.

Ábyrgðar­menn und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar eru þau Ragn­ar Þór og Arn­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert