Keypti glock-skammbyssur fyrir 30 milljónir

Ríkislögreglustjóri keypti umtalsvert magn af skotvopnum fyrir fundinn. Búið er …
Ríkislögreglustjóri keypti umtalsvert magn af skotvopnum fyrir fundinn. Búið er að afmá sölureikninga verulega, eins og sjá má í fréttinni. Samsett mynd/Eggert/Wikimedia Commons/Ken Lunde (www.lundestudio.com)

Rík­is­lög­reglu­stjóri keypti glock-skamm­byss­ur fyr­ir 29.490.300 króna vegna fund­ar leiðtogaráðs Evr­ópuráðsins. Skamm­byss­urn­ar virðast keypt­ar af Veiðihús­inu Sakka. 

Þetta kem­ur fram í sölu­reikn­ing­um sem mbl.is hef­ur verið veitt­ur aðgang­ur að eft­ir úr­sk­urð úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál. Eins og sjá má í mynd­um sem fylgja frétt­inni þá er búið að afmá nán­ast all­ar upp­lýs­ing­ar um skot­vopna­kaup­in.

Um er að ræða sölu­reikn­inga frá Sako Ltd, Heckler & Koch GmbH, Capsic­um A/​S og frá Veiðihús­inu Sakka ehf.

Eins og sjá má á þessum sölureikningi þá voru glock-skammbyssurnar …
Eins og sjá má á þess­um sölu­reikn­ingi þá voru glock-skamm­byss­urn­ar keypt­ar af Sakka. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri

Ekki upp­lýst um tvær teg­und­ir skot­vopna

Rík­is­lög­reglu­stjóra er ekki gert að upp­lýsa um fjölda keyptra skot­vopna og skot­færa fyr­ir lög­regl­una, sem námu 185 millj­ón­um króna í heild sinni. Eru helstu upp­gefnu ástæðurn­ar fyr­ir því bæði ör­yggi rík­is­ins og varn­ar­mál. 

Skot­vopn­in sem voru keypt voru helst glock-skamm­byss­ur og hálf­sjálf­virk­ar MP5-byss­ur, en einnig voru tvær aðrar teg­und­ir af skot­vopn­um keypt fyr­ir sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra. Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um hver þau skot­vopn voru.

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um,“ seg­ir í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar.

Sjáðu sölu­reikn­ing­ana:

Hér er búið að afmá allar helstu upplýsingar.
Hér er búið að afmá all­ar helstu upp­lýs­ing­ar. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Hér er búið að afmá helstu upplýsingar.
Hér er búið að afmá helstu upp­lýs­ing­ar. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Hér er sölureikningurinn fyrir kaup á MP5-byssunum. Búið er að …
Hér er sölu­reikn­ing­ur­inn fyr­ir kaup á MP5-byss­un­um. Búið er að afmá all­ar helstu upp­lýs­ing­ar. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Áframhald á sölureikningnum fyrir MP5-byssurnar.
Áfram­hald á sölu­reikn­ingn­um fyr­ir MP5-byss­urn­ar. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Lokasíðan á MP5 sölureikningnum.
Lokasíðan á MP5 sölu­reikn­ingn­um. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Sölureikningur frá Sako. Óljóst er hvað þarna var keypt.
Sölu­reikn­ing­ur frá Sako. Óljóst er hvað þarna var keypt. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
Seinni blaðsíðan á sölureikningi Sako.
Seinni blaðsíðan á sölu­reikn­ingi Sako. Ljós­rit/​Rík­is­lög­reglu­stjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka