Hafði heimild til að áminna Helga Magnús

Ráðuneytið sagði árið 2022 að ríkissaksóknari hefði heimild til að …
Ráðuneytið sagði árið 2022 að ríkissaksóknari hefði heimild til að áminna vararíkissaksóknara. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Dóms­málaráðuneytið komst að þeirri niður­stöðu í ág­úst 2022 að vara­rík­is­sak­sókn­ari væri und­irmaður rík­is­sak­sókn­ara og að sá síðar­nefndi hefði fulla heim­ild til að veita und­ir­manni sín­um form­lega áminn­ingu.

Þetta staðfest­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fv. dóms­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is. Áminn­ing get­ur verið und­an­fari þess að viðkom­andi sé lát­inn fara.

Deilt hef­ur verið um hvort Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari hafi haft heim­ild til að veita Helga Magnúsi Gunn­ars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara skrif­lega áminn­ingu árið 2022.

Helgi Magnús seg­ir Sig­ríði hafa farið út fyr­ir valdsvið sitt, það sé ekki henn­ar að veita hon­um áminn­ingu held­ur þess sem skip­ar í embættið, þ.e. dóms­málaráðherra.

Sá enga ástæðu til að hrófla við áminn­ing­unni

Jón Gunn­ars­son seg­ir nú að ráðuneytið hafi á þeim tíma kom­ist að skýrri niður­stöðu, þ.e. rík­is­sak­sókn­ari er yf­ir­maður vara­rík­is­sak­sókn­ara. Sig­ríður hafi því verið í full­um rétti til að veita Helga Magnúsi áminn­ingu. Er þetta m.a. ástæða þess að dóms­málaráðuneytið sá enga ástæðu til að hrófla við áminn­ing­unni, sem nú hef­ur staðið óhögguð í tvö ár.

„Það er rík­is­sak­sókn­ari sem er næsti yf­ir­maður vara­rík­is­sak­sókn­ara. Og það er rík­is­sak­sókn­ara að ákveða til hvaða viðbragða embættið gríp­ur gagn­vart hon­um,“ seg­ir Jón og held­ur áfram: 

„Það er hins veg­ar dóms­málaráðherra sem ber stjórn­skipu­lega ábyrgð á skip­un vara­rík­is­sak­sókn­ara og að end­ingu yrði emb­ætt­is­manni í þess­ari stöðu ekki vikið úr embætti nema með fulltingi ráðherra.“

Ósæmi­leg hegðun Helga Magnús­ar

Áminn­ing­in var veitt á þeim grund­velli að hátt­semi vara­rík­is­sak­sókn­ara utan starfs hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ari hefði verið ósæmi­leg og ósam­rýman­leg starfi hans.

Hátt­sem­in hefði varpað rýrð á störf hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ari, á embætti rík­is­sak­sókn­ara og ákæru­valdið al­mennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/​​1996, auk þess sem tján­ing hans hefði grafið und­an virðingu og trausti til embætt­is rík­is­sak­sókn­ara og ákæru­valds­ins al­mennt.

Ber að vera öðrum ákær­end­um fyr­ir­mynd

„Hér ber að und­ir­strika að vara­rík­is­sak­sókn­ari er staðgeng­ill rík­is­sak­sókn­ara sem er æðsti hand­hafi ákæru­valds hér á landi. Vara­rík­is­sak­sókn­ara ber því að vera öðrum ákær­end­um fyr­ir­mynd í allri sinni fram­göngu,“ sagði í skrif­legu svari rík­is­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn mbl.is og Morg­un­blaðsins 2022 þegar Helga Magnúsi var fyrst veitt áminn­ing.

„Ekki ber síður að árétta að áminn­ing þessi varðar ein­ung­is hátt­semi vara­rík­is­sak­sókn­ara utan starfs en ekki störf hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ari sem eng­ar at­huga­semd­ir hafa verið gerðar við.“

Jón Gunnarsson, fv. dómsmálaráðherra.
Jón Gunn­ars­son, fv. dóms­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert