Stefnir á að selja Skagann 3X í bútum

Ljóst er að tilraunir til að selja eigur Skagans 3X …
Ljóst er að tilraunir til að selja eigur Skagans 3X á Akranesi í heilu munu ekki ekki ganga eftir. mbl.is/Sigurður Bogi

Ljóst er að tilraunir til að selja eigur þrotabú Skagans 3X á Akranesi í heilu lagi munu ekki ekki ganga eftir og stefnt er að því að selja fyrirtækið í bútum.

Helgi Jóhannesson skiptastjóri segir við mbl.is að tilboð hafi borist í eigur þrotabú Skagans 3X en meginforsenda þeirra tilboða hafi verið sú að geta fengið fasteignirnar með en þær séu ekki í eigu þrotabúsins og þar með hafi ekki tekist að tryggja þá forsendu.

Helgi segir að fasteignirnar séu í eigu annars aðila sem tengist fyrri eigendum en þær eru veðsettar í Íslandsbanka fyrir tæpa þrjá milljarða króna. „Þess vegna er þetta samtal á milli fasteignaeiganda og bankans en ekki við mig því þrotabúið er ekki aðili og á ekkert veð í fasteignunum,“ segir Helgi.

Búinn að afskrifa að selja þetta í heilu lagi

Helgi segir að hann geri ekki ráð fyrir því að fyrirtækið verði rekið á Akranesi því eignirnar fari nú til sölu í bútum.

„Þær munu dreifast á marga aðila og það er enginn af þeim kaupendum að fara að reka þetta. Þeir eru bara að fara að reyna að kaupa eignir fyrir fyrirtæki sem þeir eru með nú þegar. Ég er búinn að afskrifa þann möguleika á að selja þetta í heilu lagi sem hefði verið langbest fyrir byggðarlagið, þrotabúið, starfsmennina og alla aðila og nú ég mun nú skipuleggja hvernig ég kem verði í eignirnar með öðrum hætti,“ segir Helgi.

Um margar sölur verði að ræða sem muni dreifast mjög víða. Spurður út í verðið segir Helgi:

„Það verður bara tekið við tilboðum sem ég mun meta.“

Að hans sögn er bókfært virði lausafjár 500 til 600 milljónir króna.

„Endurstofnsverðið er miklu hærra og síðan eru einkaleyfin þar fyrir utan sem ég veit ekki hvers virði eru. Það er matskennt hvers virði þau eru þegar fyrirtækið er ekki í rekstri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka