Styrk­veit­ing­ar hafa aldrei verið hærri

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orku­sjóður mun styrkja verk­efni um 31 millj­ón króna til að byggja fyrsta ís­lenska raf­knúna strand­veiðibát­inn. Ork­an fékk út­hlutaða styrki fyr­ir níu mis­mun­andi verk­efni og nam heild­ar­styrk­ur­inn fyr­ir þau verk­efni 256.420.000 krón­um.

Þetta var kynnt á fundi í dag þar sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hélt tölu og Har­ald­ur Bene­dikts­son, stjórn­ar­formaður Orku­sjóðs, kynn­ti út­hlut­an­ir sjóðsins.

Styrk­veit­ing­ar þessa árs nema 1.343 millj­ón­um króna og hafa aldrei verið hærri. Alls bár­ust 154 um­sókn­ir um styrk til Orku­sjóðs og voru það verk­efni með heild­ar­kostnað upp á 30,3 millj­arða króna. Sótt var um 6,7 millj­arða í styrki til Orku­sjóðs.

Blær fékk stærsta staka styrk­inn

Blær ís­lenska vetn­is­fé­lagið fékk stærsta staka styrk­inn sem var 75 millj­ón króna styrk­ur fyr­ir ra­feldsneyt­is­fram­leiðslu og notk­un.

Styrk­ir til Ork­unn­ar voru fyr­ir upp­bygg­ingu hraðhleðslu­stöðva og hraðhleðslugáma á lands­byggðinni. Sem dæmi var stærsti staki styrk­ur­inn til Ork­unn­ar vegna upp­bygg­ing­ar á hraðhleðslu­stöð fyr­ir vöru­bíla MCS í Miðfirði.

Blámi fékk 31 millj­ón króna styrk fyr­ir raf­knú­inn ís­lensk­an fiski­bát.

Þá fékk Þró­un­ar­fé­lag Grund­ar­tanga ehf. 47 millj­óna króna styrk fyr­ir varma­veitu á Grund­ar­tanga með nýt­ingu glat­varma.

Verkefnið fékk 31 miljón króna styrk.
Verk­efnið fékk 31 milj­ón króna styrk. Skjá­skot/​Orku­stofn­un

79 verk­efni fengu styrki

Al­geng­ustu um­sókn­irn­ar bár­ust frá aðilum með verk­efni tengd hraðhleðslu, vetni og ra­feldsneyti. Alls fengu 79 verk­efni styrki.

43 verk­efni fengu styrki fyr­ir verk­efni tengd innviðum fyr­ir raf­knú­in far­ar­tæki, skip og flug­vél­ar og var heild­ar­upp­hæð styrkj­anna 649 millj­ón­ir króna. Á sama tíma fengu 29 verk­efni styrki fyr­ir lausn­ir sem minnka notk­un jarðefna­eldsneyt­is og nam heild­ar­upp­hæðin þar 468 millj­ón­ir króna.

Þá fengu sjö verk­efni tengd raf- og lí­feldsneyt­is­fram­leiðslu styrki sem nam 225 millj­ón­um króna.

Kort af hleðslustöðvum.
Kort af hleðslu­stöðvum. Skjá­skot/​Orku­stofn­un

Gætu skilað 300 þúsund tonna ol­íu­ávinn­ingi

Fram kom á fund­in­um að verk­efn­in gætu skilað um 300 þúsund tonna ol­íu­ávinn­ingi og að samþykkt verk­efni skili um 9.500 tonna ávinn­ingi ár­lega.

Við út­hlut­un styrkja í ár var lögð mik­il áhersla á hleðslu­innviði á Norðaust­ur­landi og þá sér­stak­lega á græna þunga­flutn­inga­bif­reiðar.

Styrk­ir Orku­sjóðs eru liður í aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og orku­skipt­um og eru styrk­flokk­ar í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um að styðja við orku­skipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vist­væna ork­u­nýt­ingu, sem og að styðja við orku­skipti í sam­göng­um um land allt.

Guðlaug­ur kynnti þá að Orku­sjóður og Loft­lags­sjóður yrðu sam­einaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert