Furða sig á 70% hækkun

FA hvetur Sorpu til að endurskoða málið.
FA hvetur Sorpu til að endurskoða málið. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) ósk­ar eft­ir því að Sorpa rök­styðji 70% hækk­un á gjaldi fyr­ir mót­töku mat­væla í umbúðum til jarðgerðar sem tók gildi um ára­mót­in. Furðar FA sig á þess­ari hækk­un og seg­ir í bréfi til Sorpu að ástæður sem séu sagðar á bak við hækk­un­ina eigi ekki við þenn­an flokk sorps. 

FA hef­ur sent Sorpu er­indi vegna máls­ins og bend­ir á að gjaldið fyr­ir mót­töku á úr­gangi sem þess­um hafi einnig hækkað um 86% frá fyrri hluta síðasta árs. Þá hafi Sorpa hækkað gjaldið sitt fyr­ir mót­töku á óflokkuðu sorpi um 16,54% frá árs­byrj­un 2023 á meðan að keppi­naut­ur þeirra, Íslenska gámaþjón­ust­an hef­ur hækkað sitt gjald um minna en 10% á sama tíma­bili. 

Eng­inn fjár­hags­leg­ur hvati fyr­ir fyr­ir­tæki að velja um­hverfsvænni kost­inn

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur sent Sorpu bs. er­indi vegna mik­illa hækk­ana á gjald­skrá byggðasam­lags­ins fyr­ir mót­töku á mat­væl­um í umbúðum, sem notuð eru til jarðgerðar. Gjald fyr­ir mót­töku á slík­um úr­gangi hef­ur hækkað um rúm­lega 86% frá því á fyrri hluta síðasta árs og er nú eng­inn mun­ur á gjald­töku fyr­ir mót­töku á mat­væl­um og óflokkuðum úr­gangi. FA ósk­ar eft­ir rök­stuðningi fyr­ir hækk­un­inni og bend­ir á að nú sé eng­inn fjár­hags­leg­ur hvati fyr­ir fyr­ir­tæki að taka um­hverf­is- og lofts­lagsvænni kost­inn og skila út­runn­um mat­væl­um í umbúðum inn til jarðgerðar,“ seg­ir á vef FA

Ástæðurn­ar stand­ist ekki skoðun

Þá gef­ur fé­lagið lítið fyr­ir ástæðurn­ar fyr­ir gjald­skrár­hækk­un­inni sem gefn­ar voru út þegar breyt­ing­in tók gildi um ára­mót­in. 

„Nokkuð veru­leg­ar breyt­ing­ar verða hins veg­ar á til­tekn­um úr­gangs­flokk­um, sér­stak­lega flokk­um sem tekn­ir eru inn á urðun­arstað. Hækk­un á gjald­skrá á urðun­arstað er fyrst og fremst til kom­in vegna veru­legr­ar minnk­un­ar á magni til urðunar. Helsta ástæða þess­ar­ar minnk­un­ar er sú að sá blandaði úr­gang­ur sem hingað til hef­ur verið urðaður í Álfs­nesi verður send­ur til orku­vinnslu í Svíþjóð allt næsta ár.

Orku­vinnsla með þess­um hætti er skárri leið til að meðhöndla úr­gang en urðun, og er skör ofar í úr­gangsþrí­hyrn­ingn­um en urðun. Aðrar breyt­ur sem valda breyt­ing­um á gjald­skrá eru meðal ann­ars fjár­fest­ing­ar á urðun­arstað til að bæta ásýnd og gassöfn­un á urðun­arstað, bann við urðun á líf­ræn­um úr­gangi á urðun­arstað og fleira,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sorpu sem FA vitn­ar í og vís­ar á bug.

Í er­indi sínu til Sorpu hvet­ur FA fyr­ir­tækið til þess að gera breyt­ing­ar á gjald­skrá sinni og hvetja til nýt­ingu um­hverf­is- og lofts­lagsvænni kosta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert