„Hún getur ekki svipt mig starfinu“

Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið krafinn um að skila lyklum …
Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið krafinn um að skila lyklum og fartölvu. Hann segir ríkissaksóknara í valdþurrð. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ráðherra er með þetta á sínu borði, hún hef­ur veit­ing­ar­valdið og hún hef­ur lausn­ar­valdið, hún er ekki búin að taka ákvörðun,“ seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is en Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari kref­ur hann nú um að skila lykl­um og far­tölvu embætt­is­ins en Sig­ríður hef­ur óskað eft­ir því að Helgi verði leyst­ur frá störf­um vegna margum­ræddra um­mæla hans á sam­fé­lags­miðlum.

„Þetta er bara valdþurrð, hún get­ur ekki svipt mig starf­inu á sama tíma og ráðherra ligg­ur yfir mál­inu,“ seg­ir Helgi og er spurður hvers vegna ráðherra hafi ekki þegar tekið ráðin úr hönd­um rík­is­sak­sókn­ara. „Ég veit það ekki, ég er nátt­úru­lega bú­inn að vera að svara henni í fjöl­miðlum,“ svar­ar Helgi og velt­ir umbeðinn fyr­ir sér and­rúms­loft­inu á vinnustaðnum í framtíðinni haldi hann áfram.

„Ég held að það sé bara Sig­ríðar að finna út úr því, mér finnst þetta til­efn­is­laust. Hún fór í þessa veg­ferð og hún þarf að svara því hvernig hún lýk­ur þeirri veg­ferð. Það get­ur vel verið að henni líki ekki að ég svari fyr­ir mig en hvað á ég að gera?“ spyr Helgi.

Á fimmta þúsund skrifað und­ir

4.530 manns hafa nú lagt nafn sitt við und­ir­skriftal­ista hon­um til stuðnings í deilu þeirra rík­is­sak­sókn­ara og kveðst Helgi hafa fundið fyr­ir mikl­um meðbyr, hundruð manns hafi sent hon­um tölvu­póst og fólk gefi sig á tal við hann í versl­un­um og ann­ars staðar á al­manna­færi.

„Ég hefði aldrei trúað því að svo margt al­menni­legt og hjarta­hlýtt fólk væri til, fólk sem þekk­ir mig ekki neitt gef­ur sig á tal við mig og þakk­ar mér fyr­ir að hafa komið því í orð sem það var að hugsa. Ef þetta er þögli meiri­hlut­inn þá hef ég alla vega rek­ist á hluta af hon­um,“ seg­ir vara­rík­is­sak­sókn­ari.

„Hún [Sig­ríður] byrjaði þetta, hún get­ur ekki lokið sinni veg­ferð með ein­hverju einelti, ein­hverju sem ekki stenst lög. Nú bíð ég bara eft­ir að ráðherra taki af­stöðu,“ seg­ir Helgi.

Talið þið Sig­ríður sam­an í dag?

„Hún hringdi ekk­ert í mig áður en hún sendi mér bréf um að ég þyrfti ekki að vinna vinn­una mína og hún ætlaðist til þess að ráðherra segði mér upp. Ég hef ekki talað við hana síðan,“ svar­ar vara­rík­is­sak­sókn­ari og er spurður hvort hann fýsi að sinna starfi sínu áfram þegar öld­urn­ar læg­ir.

„Það verður bara að koma í ljós,“ svar­ar Helgi, „ef hún treyst­ir sér ekki til þess hef­ur hún líka mögu­leika á að kom­ast und­an því,“ seg­ir hann og kveðst ekki ætla sér að skila lykl­um og tölvu til embætt­is­ins. „Ráðherra hlýt­ur að vera hugsi yfir því hvernig henni [Sig­ríði] dett­ur í hug að grípa svona fram fyr­ir hend­ur ráðherra. Það hlýt­ur að vera spurn­ing­in. Hvað ætl­ar ráðherra að gera? Ég er jafn­gild­ur Sig­ríði í skip­un­ar­tíma, ég er með ævi­skip­un, ég er ekki ein­hver starfsmaður á plani þarna,“ held­ur hann áfram.

Ekki til þess fallið að auka virðingu fólks

Aðspurður seg­ir hann mál þeirra Sig­ríðar geta rýrt álit al­menn­ings á embætt­inu. „Fólk verður að hugsa sitt ef þessi ferð henn­ar reyn­ist fýlu­ferð, við erum að tala um stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi á borð við tján­ing­ar­frelsi, við erum að tala um starfs­manna­lög­in, ég tel hana ekki hafa haft heim­ild til að veita mér áminn­ingu. [Sig­ríður] er búin að sýna að hún beri ekki mikla virðingu fyr­ir lög­bundn­um rétt­ind­um auk þess sem hún túlk­ar starfs­manna­lög­in frjáls­lega. Er það til þess fallið að auka virðingu fólks fyr­ir henni sem rík­is­sak­sókn­ara og embætt­inu? Það er ekki mitt að dæma það en þetta sem ég sagði, og tengd­ist þess­um árás­um í minn garð, þetta er komið langt út úr kort­inu miðað við það,“ seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert