Jón Gnarr búinn að gera upp framboð sitt

Vel hefur gengið að gera upp framboð Jóns Gnarr.
Vel hefur gengið að gera upp framboð Jóns Gnarr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gn­arr seg­ir að kostnaður við fram­boð sitt til for­seta Íslands hafi verið sam­kvæmt áætl­un. 

Hann hlaut 10,1% í kosn­ing­un­um og endaði fjórði af tólf fram­bjóðend­um.

„Við erum búin að gera upp og það stóð allt eins og staf­ur á bók,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. 

Í kapp­ræðum á Rík­is­út­varp­inu í byrj­un maí sagðist Jón vera bú­inn að „nurla“ sam­an þrem­ur millj­ón­um króna. Þá sagðist hann giska á að fram­boðið myndi kosta tíu millj­ón­ir króna í heild­ina.

Eng­in fjár­hags­leg áhætta tek­in

Jón tal­ar um að ekki hafi verið tek­in nein fjár­hags­leg áhætta og hafi fjár­út­lát farið eft­ir þeim fram­lög­um sem komu hverju sinni. 

„Við fór­um í litl­ar aug­lýs­ing­ar til dæm­is, eins og sum­ir fram­bjóðend­ur sem voru með sjón­varps­aug­lýs­ing­ar og út­varps­aug­lýs­ing­ar gang­andi í marg­ar vik­ur, ég gerði ekk­ert svo­leiðis,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hafi aug­lýst fram­boðið mest á sam­fé­lags­miðlum

Kom út sem vit­rænn maður

Hon­um líður vel með að hafa boðið sig fram til for­seta og er hann ánægður með viðbrögð fólks við fram­boðinu. 

„Mér finnst gam­an að fá það frá fólki að ég hafi komið vel út úr þessu öllu, þó ég hafi ekki orðið for­seti Íslands að þá hafi ég komið út sem frek­ar vit­rænn maður og mér finnst það bara ánægju­legt og bara mjög glaður að hafa tekið þátt í þess­um kosn­ing­um.“ seg­ir Jón.

Með haust­inu kem­ur kvíðinn

Hvað er framund­an hjá þér?

„Ég á eina viku eft­ir í fríi, þannig ég ætla ekki einu sinni að pæla í því, en raun­veru­leiki sjálf­stætt starf­andi lista­manns á Íslandi af minni reynslu er eins og Bubba­lag: Með haust­inu kem­ur kvíðinn,“ seg­ir hann og skell­ir upp úr. 

„Þú veist ekk­ert al­menni­lega hvort þér sé boðið eitt­hvað hlut­verk í ein­hverju leik­húsi eða jafn­vel bíó­mynd eða eitt­hvað. Þetta svona svo­lít­ill dauðans óvissu tími, haustið, fyr­ir svona sjálf­stætt starf­andi sviðslista­mann eins og mig,“ seg­ir hann og bæt­ir þó við að Tví­höfði sé að hefja göngu sína á ný í byrj­un sept­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert