Lögreglan með viðbúnað á Snorrabraut

Lögreglubílarnir voru á mikilli ferð.
Lögreglubílarnir voru á mikilli ferð. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með viðbúnað á Snorrabraut fyrir skömmu og lokaði hún Snorrabraut við Eiríksgötu. 

Svo virðist sem lögregluaðgerðinni þar sé nú lokið en RÚV greindi fyrst frá málinu. 

Fyrr í dag sáust hefðbundnir lögreglubílar og ómerktur lögreglubíll aka eftir Sæbraut í vesturátt framhjá Borgartúni. Að sögn sjónarvotta voru bílarnir á mikilli ferð og með bláu ljósin kveikt. Spurð út í málið sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verkefnið ekki vera á hennar vegum.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um lögregluaðgerðina á Snorrabraut frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eða ríkislögreglustjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert