Ætlar að vanda sig enda viðkvæmt mál

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari …
Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði leyst­ur frá störf­um. Samsett mynd

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra hef­ur enn ekki tek­in ákvörðun í máli Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara.

„Ég hef verið að bíða eft­ir áliti lög­fræðinga utan úr bæ og svo mun ég kom­ast að niður­stöðu. Von­andi fyrr en seinna,” seg­ir Guðrún, sem ræddi við blaðamann að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari lagði í síðasta mánuði til við dóms­málaráðherra að Helgi Magnús yrði leyst­ur frá störf­um tíma­bundið vegna um­mæla hans í garð hinseg­in fólks og út­lend­inga.

Aðspurð seg­ist Guðrún gera sér grein fyr­ir því að málið hafi tekið dágóðan tíma.

„En ég sagði líka í upp­hafi að þetta er viðkvæmt mál. Þetta varðar æðstu stjórn­end­ur ákæru­valds­ins á Íslandi. Ég sagði strax að ég ætlaði að vanda mig og ég er að vanda mig. Svo bara kem­ur niðurstaða,” seg­ir Guðrún, sem kveðst ekki hafa rætt málið við Helga Magnús.

Hún seg­ir að von­andi muni styttri tími líða en vik­ur í að mál­inu ljúki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert