Stefnir í skort á Ozempic

Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir.
Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

Danski lyfja­fram­leiðand­inn Novo Nordisk tel­ur stefna í skort á skort á syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic á síðasta árs­fjórðungi þessa árs. Auk­in al­menn eft­ir­spurn ásamt tak­mörk­un­um á af­kasta­getu hef­ur leitt til skorts. 

Novo Nordisk sendi til­kynn­ingu til Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu og Lyfja­stofn­un­ar og er hún birt á vef Lyfja­stofn­un­ar. 

Þar seg­ir að birgðaskort­ur teng­ist hvorki gæðum lyfs­ins né ör­ygg­is­vanda­mál­um held­ur stafi hann helst af tak­mörk­un­um á af­kasta­getu á sum­um fram­leiðslu­stöðum Novo Nordisk. 

Hef­ur lyfið verið upp­selt á ein­hverj­um stöðum. 

„Birgðastaða minni styrk­leika af Ozempic, 0,25 mg og 0.5 mg, hef­ur versnað og gert er ráð fyr­ir end­ur­tekn­um skorti á öll­um styrk­leik­um til síðasta árs­fjórðungs 2024,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Lækn­ar tak­marki fjölda ávís­ana til nýrra sjúk­linga

„Því er ráðlagt að tak­marka áfram ávís­un meðferðar með Ozempic hjá nýj­um sjúk­ling­um þar til birgðastaðan lag­ast en gert er ráð fyr­ir að það verði í sept­em­ber 2024,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Til að greiða fyr­ir auknu fram­boði á Ozempic ákvað Novo Nordisk að draga tíma­bundið úr fram­boði á Victoza á síðasta árs­fjórðungi 2023. Þrátt fyr­ir að fram­boð Victoza hafi lag­ast í öll­um lönd­um ESB/​EES síðan á fyrsta árs­fjórðungi 2024 er enn ósam­felld­ur birgðaskort­ur í sum­um lönd­um. Til að tryggja áfram­hald­andi meðferð hjá sjúk­ling­um sem þegar fá meðferð er ráðlagt að ávísa ekki Victoza fyr­ir nýja sjúk­linga.

Ozempic og Victoza eru ætluð til meðferðar hjá full­orðnum með ófull­nægj­andi stjórn á syk­ur­sýki af teg­und 2, sem viðbót við mataræði og hreyf­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert