Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð Þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar þurfi ekki að fara í umhverfismat.
Þjóðarhöllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði og uppfylla kröfur alþjóðlegra íþróttasambanda um aðbúnað fyrir alþjóðlega kappleiki innanhúss. Gert er ráð fyrir að húsið verði 20 þúsund fermetrar að stærð og rúmi allt að 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á viðburðum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist sumarið 2025 og þeim ljúki árið 2027.
Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að fyrirhuguð Þjóðarhöll verði fremur umfangsmikið mannvirki og viðbúið að hún verði áberandi þáttur í landslaginu þó svo að fyrir séu stór íþróttamannvirki á svæðinu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.