Einn játað sök í stóra fíkniefnamálinu

Frá þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum. Allir sem þá mættu …
Frá þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum. Allir sem þá mættu fyrir dóm neituðu, en einn hefur nú játað. mbl.is/Eyþór

Einn sakborninga í stóra fíkniefnamálinu hefur játað sök og var mál hans klofið frá máli annarra. Allir hinir sautján sakborningar í málinu hafa neitað sök í helstu ákæruliðum.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins, í samtali við mbl.is.

Eru sakborningar ákærðir fyrir grun um innflutning, vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna.

Fram fór sérstakt þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem hans þáttur var afgreiddur sem játningamál. Var mál hans tekið fyrir við þinghaldið og mun dómur liggja fyrir fljótlega.

Einnig kom til máls við þinghaldið dagsetning á aðalmeðferð málsins. Ákveðið var að fresta henni um mánuð frá lokum september til loka október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert