Einn játað sök í stóra fíkniefnamálinu

Frá þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum. Allir sem þá mættu …
Frá þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum. Allir sem þá mættu fyrir dóm neituðu, en einn hefur nú játað. mbl.is/Eyþór

Einn sak­born­inga í stóra fíkni­efna­mál­inu hef­ur játað sök og var mál hans klofið frá máli annarra. All­ir hinir sautján sak­born­ing­ar í mál­inu hafa neitað sök í helstu ákæru­liðum.

Þetta staðfest­ir Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari máls­ins, í sam­tali við mbl.is.

Eru sak­born­ing­ar ákærðir fyr­ir grun um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

Fram fór sér­stakt þing­hald í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un þar sem hans þátt­ur var af­greidd­ur sem játn­inga­mál. Var mál hans tekið fyr­ir við þing­haldið og mun dóm­ur liggja fyr­ir fljót­lega.

Einnig kom til máls við þing­haldið dag­setn­ing á aðalmeðferð máls­ins. Ákveðið var að fresta henni um mánuð frá lok­um sept­em­ber til loka októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert