„Bryndís Klara er dóttir mín“

Faðir Bryndísar Klöru ritaði færsluna fyrr í dag.
Faðir Bryndísar Klöru ritaði færsluna fyrr í dag. mbl.is/Sverrir

„Bryndís Klara er dóttir mín.

Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.“

Þetta ritar Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru sem lést í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt, í færslu á Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið.

Greint er frá færslunni með góðfúslegu leyfi Birgis.

Líf Bryndísar leiði til betri veruleika

Birgir Karl ritar enn frekar í færslunni:

„Slíkar manneskjur eru í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast.

Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag!

Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því fyrr í dag að hún væri látin. Fjölskylda Bryndísar Klöru þakkar öllum þeim sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert