Fimmfalda aðgengi fyrir fólk í alvarlegri ópíóíðaneyslu

Við undirritun SÁÁ og Sjúkratrygginga í dag.
Við undirritun SÁÁ og Sjúkratrygginga í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heil­brigðisráðherra und­ir­ritaði í dag samn­ing á milli Sjúkra­trygg­inga Íslands og SÁÁ sem mun fimm­falda aðgengi að þjón­ustu við ein­stak­linga með al­var­lega ópíóíðafíkn.

Ragn­heiður Hulda Friðriks­dótt­ir, for­stjóri SÁÁ, seg­ir samn­ing­inn muni gjör­breyta og bæta þjón­ust­una.

Hún seg­ir und­ir­rit­un samn­ings­ins breyta miklu til hins betra fyr­ir fólk í fíkni­efna­vanda. Með þessu séu heil­brigðis­yf­ir­völd og SÁÁ að taka hönd­um sam­an gegn ópíóíðavand­an­um sem hafi látið meira á sér bera á und­an­förn­um þrem­ur árum.

Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Anna Hild­ur Guðmunds­dótt­ir, formaður SÁÁ, og Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Úr 90 upp í 450 skjól­stæðinga

„Samn­ing­ur­inn sem var í gildi var fyr­ir 90 [ein­stak­linga] og mis­mun­inn brúaði SÁÁ. En núna er hann með rými fyr­ir 450 ein­stak­linga sem geta verið í þjón­ustu hjá okk­ur á hverj­um tíma. Þannig það er fimm­föld­un á rými samn­ings­ins,“ seg­ir Ragn­heiður. 

Að auki verði komið á verklagi þar sem aðrar heil­brigðis­stofn­an­ir geti sent flý­titil­vís­un til SÁÁ sem sé skoðuð inn­an sól­ar­hrings.

„Það er hugsað fyr­ir þá sem leita þjón­ustu í öðrum heil­brigðisþjón­ust­um og eru í mikl­um vanda og eru kannski í þess­um svo­kallaða meðferðar­glugga.“

Þar sé átt við ein­stak­linga sem upp­lifi ein­hvers kon­ar skyndi­leg­ar breyt­ing­ar á sínu ástandi til hins verra eða séu í al­var­legri ópíóíðaneyslu.

Betri meðferðarúr­ræði

„Þá get­um við gripið þá mjög fljótt bæði með inn­lögn en líka með því að veita þeim strax aðgengi að þess­ari lyfjameðferð á göngu­deild,“ seg­ir Ragn­heiður.

Seg­ir Ragn­heiður meðferðarúr­ræði við ópíóíðafíkn sömu­leiðis orðin betri þar sem fólk geti nú fengið mánaðarlega forðasp­rautu. Það skipti sköp­um að fólk þurfi ein­ung­is að koma einu sinni í mánuði og sé þar með varið út mánuðinn.

„Í staðinn fyr­ir að þurfa að koma á tveggja vikna fresti og sækja töfl­ur, sem það þá get­ur tekið eða ekki tekið.“

Horf­ur séu því batn­andi í bar­átt­unni við ópíóíðavand­ann en að sögn Ragn­heiðar veit­ir samn­ing­ur­inn SÁÁ betri tæki­færi til að grípa þá ein­stak­linga sem þurfi á meðferð að halda strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert