Kjörís innkallar Hnetu-Toppís

Rangar merkingar eru á vörunni þar sem innihaldsefni hafa slæðst …
Rangar merkingar eru á vörunni þar sem innihaldsefni hafa slæðst með í lýsingu.

Kjörís hef­ur innkallað Hnetu-Topp­ís í 5 stk. umbúðum sem fyr­ir­tækið hef­ur ný­lega sett á markað og hef­ur nú þegar verið dreift í stór­markaði og mat­vöru­versl­an­ir um allt land.  

Ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar eru rang­ar inni­halds­merk­ing­ar en viðbót­ar inni­halds­efni hafa slæðst með í inni­halds­lýs­ing­um á ytri umbúðum. Þar kem­ur fram að var­an inni­haldi smjör, þrúgu­syk­ur og kara­mellu sem er rangt og þess­um inni­halds­efn­um því ofaukið í inni­halds­lýs­ingu.

Var­an er með best fyr­ir dag­setn­ing­unni : BF 21.02.26, BF 22.02.26, BF 23.02.26, BF 27.02.26, BF 28.02.26, BF 29.02.26, BF 30.02.26 og strika­merk­ing­unni 5690581572505.

Teng­ist ekki viðvör­un Em­mess­ís um lög­bann

Versl­an­ir hafa verið beðnar um að taka vör­una úr sölu og eru sölu­menn Kjörís að sækja þess­ar pakkn­ing­ar á sölustaði.

Unnið er að end­ur­bót­um á umbúðum. Kjörís tek­ur fram að fylli­lega er óhætt að neyta vör­unn­ar. 

Jafn­framt tek­ur fyr­ir­tækið fram að breyt­ing­ar á umbúðum og inn­köll­un vör­unn­ar tengj­ast ekki at­huga­semd­um sem Em­mess­ís hef­ur gert við umbúðir vör­unn­ar og viðvör­un þess fé­lags um að það kunni að krefjast lög­banns við dreif­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert