Ógnuðu börnum: Nokkur mál til rannsóknar

Lögreglan rannsakar nokkur mál sem tengjast tveimur mönnum sem úrskurðaðir …
Lögreglan rannsakar nokkur mál sem tengjast tveimur mönnum sem úrskurðaðir voru í fjögurra vikna gæsluvarðhald í lok síðasta mánaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan rannsakar nokkur mál sem tengjast tveimur mönnum sem úrskurðaðir voru í fjögurra vikna gæsluvarðhald í lok síðasta mánaðar. Málin snúast um hótanir og líkamsmeiðingar, rán og ofbeldi í garð drengja í Hafnarfirði.

Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir að ákærusvið lögreglunnar hafi farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald sem Héraðsdómur Reykjaness hafi samþykkt.

Hann segir að mennirnir, sem er á aldrinum 21-23 ára, séu grunaðir um nokkur alvarleg brot á mismunandi tíma en þeir hafa ógnað drengjum, hótað að nota hnífa, stolið fatnaði af drengjum og krafið þá um að millifæra fé í gegnum farsíma þeirra.

Gæsluvarðhald yfir mönnum tveimur rennur út þann 20. september en sá þriðji sem er grunaður í málunum var vistaður á Stuðlum þar sem um barnaverndarmál er að ræða.

Atvikin áttu sér stað á þremur stöðum í Hafnarfirði, við Hraunvallarskóla, á Víðistaðatúni og við verslunarmiðstöðina Fjörð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert