Boða til bænastundar gegn ofbeldi og ótta

Hallgrímskirkja verður vettvangur bænastundarinnar.
Hallgrímskirkja verður vettvangur bænastundarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmis trú­fé­lög á Íslandi boða til sam­kirkju­legr­ar bæna­stund­ar í Hall­gríms­kirkju klukk­an 17 á morg­un, laug­ar­dag.

Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son, formaður sam­starfs­nefnd­ar krist­inna trú­fé­laga á Íslandi, seg­ir að marg­ir at­b­urðir að und­an­förnu þar sem of­beldi var beitt veki ótta meðal fólks og við því sé reynt að bregðast.

„Í sam­fé­lag­inu hef­ur ým­is­legt gerst sem komið hef­ur róti á fólk og teng­ist ótta og of­beldi. Fólki þykir mik­il­vægt að koma sam­an í bæna­hug og við mun­um gera það á veg­um nokk­urra krist­inna trú­fé­laga. Við ætl­um að bera fram bæn­ir okk­ar fyr­ir þess­um aðstæðum sem komið hafa upp. Sam­fé­lagið þarf á því að halda að við séum þess kon­ar fólk sem vinn­ur að friði og sátt þar sem sundr­ung er,“ seg­ir Grét­ar Hall­dór.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert