Enginn með stöðu sakbornings

Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni.
Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn á slysinu á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði standi enn yfir og að hún muni halda áfram í einhvern tíma til viðbótar.

23 ferðamenn voru í skipulagðri íshellaferð á jöklinum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys þegar slysið átti sér stað.

Bandarískt par lenti undir ísfargi og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi en konan, sem er barnshafandi, var flutt á Landspítalann í Fossvogi.

Komin með ágæta mynd

Sveinn Kristján segir að það sé búið að taka skýrslur af mörgum en að enginn sé með stöðu sakbornings.

„Vinna stendur enn yfir að afla gagna en við erum komin með ágæta mynd af því sem gerðist,“ segir Sveinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert