Loftmengun í brennidepli á degi hreins lofts

Ísland er eitt aðeins sjö landa í heiminum sem standast …
Ísland er eitt aðeins sjö landa í heiminum sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um loftgæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðadag­ur hreins lofts í þágu heiðskírs him­ins er í dag, 7. sept­em­ber. Við Íslend­ing­ar njót­um þeirra for­rétt­inda að loftið hér er al­mennt eitt það hrein­asta í heimi þrátt fyr­ir að gos­móða, svifryk og fleiri þætt­ir hafi stund­um áhrif á loft­gæðin.

Fyrr á þessu ári sendi sviss­neska stofn­un­in IQA­ir frá sér skýrslu þar sem stuðst var við upp­lýs­ing­ar frá veður­stöðvum í 134 lönd­um á síðasta ári og sam­kvæmt henni er Ísland eitt aðeins sjö landa í heim­in­um sem stand­ast viðmið Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar um loft­gæði. Hin lönd­in eru Finn­land, Ástr­al­ía, Eist­land, Grenada, Má­ritíus og Nýja-Sjá­land.

Þá hef­ur Um­hverf­is­stofn­un Evr­ópu (EEA) nú birt skýrslu þar sem loft­gæði í 759 evr­ópsk­um borg­um eru met­in og þar er Reykja­vík í 6. sæti. Í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að byggt er á upp­lýs­ing­um frá ár­un­um 2021-2022. Mæld­ar eru öragn­ir í and­rúms­lofti og að auki hef­ur nú verið bætt við tveim­ur loft­teg­und­um sem hafa áhrif á loft­gæði, köfn­un­ar­efn­is­díoxíði (NO2) og ósoni (O3).

mbl.is

Minnstu loft­gæðin í pólsk­um og ít­ölsk­um borg­um

At­hygli vek­ur að borg­ir í norður­hluta Finn­lands, Svíþjóðar og Nor­egs auk Reykja­vík­ur eru í efstu 15 sæt­un­um á list­an­um. Efst er sænska borg­in Umeå en næst­ar koma Ku­opio og Oulu í Finn­landi, Upp­sal­ir og Vä­sterås í Svíþjóð, Reykja­vík, Tam­p­ere í Finn­landi, Norr­köp­ing, Södertälje, Stokk­hólm­ur og Öre­bro í Svíþjóð, og Espoo, Jy­vä­skylä og Lahti í Finn­landi og Tromsø í Nor­egi. Hels­inki er í 20. sæti, Kaup­manna­höfn í 47. sæti og Ósló í 66. sæti.

Minnstu loft­gæðin, sam­kvæmt skýrsl­unni, eru í pólsk­um og ít­ölsk­um borg­um. Þannig eru Brescia og Tór­ínó á Ítal­íu í neðstu sæt­um á list­an­um.

Leiða má lík­ur að því að veðurfar í norður­hluta Evr­ópu hafi já­kvæð áhrif á loft­gæðin og þar sjái vind­ar um að blása meng­un­inni burt. Að sögn Hlyns Árna­son­ar, sér­fræðings hjá Um­hverf­is­stofn­un, mæl­ist þannig mest köfn­un­ar­efn­is­díoxíð í and­rúms­lofti hér á landi á frost­stillu­dög­um. „Það er því erfitt að full­yrða að við meng­um minna en aðrir en meng­un­in ligg­ur ekki lengi yfir,“ seg­ir hann.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert