Alvarlegir ágallar samgöngusáttmálans

Samgöngusáttmálinn kynntur.
Samgöngusáttmálinn kynntur. mbl.is/Eyþór

Gríðarleg áhætta fylg­ir mark­miðum og verk­efn­um sam­göngusátt­mál­ans eins og hann ligg­ur fyr­ir í nú­ver­andi mynd. 

Þetta skrif­ar Svana Helen Björns­dótt­ir, formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands og bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi, í aðsendri grein sem birt er í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er hryggi­legt að mörg ár hafi liðið án þess að unnið hafi verið að raun­veru­leg­um sam­göngu­bót­um og sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu hafa sí­fellt orðið tor­veld­ari,“ seg­ir Svana Helen í grein­inni.

Svana seg­ir að það sé freist­andi að ganga í þann hóp sem fagni vænt­um sam­göngu­bót­um og samþykki um­svifa­laust fal­lega fram­fara­sýn en um leið sé það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við al­var­leg­um ágöll­um sam­göngusátt­mál­ans.

Svana Helen Björnsdóttir.
Svana Helen Björns­dótt­ir.

Seg­ir Svana að látið sé að því liggja að ef sveit­ar­fé­lög­in samþykki ekki sátt­mál­ann geti það haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar. Und­ir liggi hót­un um að viðkom­andi sveit­ar­fé­lag verði gert brott­rækt úr sam­starfi við Strætó bs. og e.t.v. fleiri sam­starfs­verk­efn­um sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu. Sveit­ar­fé­lög­in sem um ræðir eru Reykja­vík, Kópa­vog­ur, Hafn­ar­fjörður, Garðabær, Mos­fells­bær og Seltjarn­ar­nes.

Svana nefn­ir í fimm liðum ágalla sam­göngusátt­mál­ans.

„Rann­sókn­ir sem gerðar hafa verið á op­in­ber­um fram­kvæmd­um hér á landi á síðari árum sýna fram á að við Íslend­ing­ar erum langt á eft­ir öðrum þjóðum þegar að kem­ur að verk­efna­stjórn­sýslu. Þannig hafa nær all­ar op­in­ber­ar stór­fram­kvæmd­ir hér á landi farið um­tals­vert fram úr kostnaðar- og tíma­áætl­un­um,“ seg­ir Svana í grein­inni en þar seg­ir hún að nægi að nefna Hörpu, nýj­an Land­spít­ala og Vaðlaheiðargöng.

Óvissa og áhætta viður­kennd

Hún seg­ir að í gögn­um sam­göngusátt­mál­ans sé ekki að finna áhættu­grein­ingu af neinu tagi um verk­efni sátt­mál­ans, verk­efna­áætl­un hans, verk­efna­stjórn­sýslu eða fram­kvæmd ein­stakra verk­efna. Óvissa og áhætta séu viður­kennd en þó skort­ir grein­ingu á því í hverju óvissa fel­ist og hverj­ir helstu áhættuþætt­ir séu.

Í grein­inni seg­ir Svana að í lýs­ingu Vega­gerðar­inn­ar á verk­efn­um sam­göngusátt­mál­ans frá júní 2023 komi fram sund­urliðun verk­efna og áætlaður heild­ar­kostnaður við hvert verk­efni. Þar komi fram að sam­an­lagður kostnaður verði sam­tals rúm­ir 274 ma.kr., miðað við að ráðist verði í Miklu­braut­ar­göng.

„Við sam­an­b­urð á upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar frá 2023 og gögn­um sam­göngusátt­mál­ans kem­ur í ljós að for­send­ur, verk- og tíma­áætlan­ir sátt­mál­ans byggja á veik­um grunni,“ seg­ir Svana.

Svana bend­ir á fjár­mögn­un verk­efna sam­göngusátt­mál­ans sé for­senda þess að sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu geti með góðri sam­visku axlað fjár­hags­lega ábyrgð á sátt­mál­an­um. 

„Sveit­ar­fé­lög­in eru öll illa stödd fjár­hags­lega eft­ir að hafa tekið við fjölda verk­efna frá rík­inu á síðustu ára­tug­um án þess að til­svar­andi fjár­magn hafi fylgt,“ seg­ir í grein henn­ar.

Rekst­ur sveit­ar­fé­lag­anna þegar í járn­um

Hún seg­ir að rekst­ur sveit­ar­fé­lag­anna, sem eigi að bera þessa fjár­hags­legu skuld­bind­ingu, sé þegar í járn­um og munu þau varla ráða við þann auka­kostnað sem hlýst af sam­göngusátt­mál­an­um, hvorki á fram­kvæmda­tíma né síðar þegar rekst­ur kerf­is­ins taki við.

„Í upp­færðum sam­göngusátt­mála er gert ráð fyr­ir að Betri sam­göng­ur ohf. fari fyr­ir verk­efn­um sátt­mál­ans og fái heim­ild­ir til lán­töku. Ann­ars veg­ar verða það lán sem sveit­ar­fé­lög­in ábyrgj­ast til fram­kvæmda og hins veg­ar lán með rík­is­ábyrgð til að fjár­magna nauðsyn­leg hús­næðis- og lóðakaup og niðurrif vegna fram­kvæmda við stofn­vegi,“ seg­ir Svana.

Hún bend­ir á að þar sem fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lag­anna allra sé bág­ur sé nokkuð ljóst að fram­kvæmd­ir verði að mestu fjár­magnaðar með lán­töku.

„Það er freist­andi að ganga í þann hóp sem fagn­ar vænt­um sam­göngu­bót­um og samþykk­ir um­svifa­laust fal­lega fram­fara­sýn en um leið er það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við al­var­leg­um ágöll­um sam­göngusátt­mál­ans,“ skrif­ar Svana Helen.

Lesa má grein Helen­ar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert