Segir tekjuskiptingu orsök kæru

„Það sem er sérstakt í þessu er að þetta snýr …
„Það sem er sérstakt í þessu er að þetta snýr að málum sem ekki varða Landsvirkjun sem er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Málið snýr ekki efnislega að verkefninu. Það er líka sérstakt þegar eitt stjórnvald kærir í raun annað stjórnvald,“ segir Hörður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við gerum engar athugasemdir við að aðilar nýti sér kæruleiðir. Það er eðlilegur hluti af leyfisveitingaferli og ef aðilar hafa athugasemdir við það, þá er eðlilegt að þeir nýti sér þann rétt,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var viðbragða hans við kæru sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en sveitarstjórnin kærði á miðvikudag virkjunarleyfi sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun fyrir vindorkuverið Búrfellslund.

Snýr ekki efnislega að verkefninu

„Það sem er sérstakt í þessu er að þetta snýr að málum sem ekki varða Landsvirkjun sem er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Málið snýr ekki efnislega að verkefninu. Það er líka sérstakt þegar eitt stjórnvald kærir í raun annað stjórnvald,“ segir Hörður og vísar þar til þess að kæran beinist að leyfisveitingu Orkustofnunar fyrir orkuverinu. Hann telur að ágreiningur tveggja stjórnvalda eigi ekki heima hjá úrskurðarnefndinni, málið ætti að leysa með löggjöf.

Vandað hafi verið til verka við undirbúning verkefnisins og öllum lögum og reglum fylgt.

„Við teljum að ágreiningurinn sé fyrst og fremst um tekjuskiptinguna og verið sé að leita leiða til að skapa sér stöðu í því efni. Það er okkar mat. Sveitarfélagið vildi fá greiðslu sem við gátum ekki orðið við, en það hefur að mínu mati leitt til þessarar kæru,“ segir hann.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka