Vilja komast í að rannsaka hellinn

Göngin sem tengdu hellana saman eru um fjögurra metra löng …
Göngin sem tengdu hellana saman eru um fjögurra metra löng og um tveggja metra breið. Ljósmynd/Oddarannsóknin

Uppgröftur hófst á ný í Odda á Rangárvöllum undir lok síðasta mánaðar. Hluti af rannsóknarteyminu fór á fimmtudag í könnunarferð inn í göng sem tengdu saman tvo stóra hella í Odda sem talið er að hafi verið notaðir sem fjós.

Göngin eru um fjögurra metra löng og um tveggja metra breið og hálffull af jarðvegi. Talið er að þau hafi verið grafin fyrir 1100 þegar báðir hellarnir stóðu enn. Talið er líklegast að eldri hellirinn hafi verið í notkun frá 950 - 1100.

Sveipuð dulúð

Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir rannsóknina hafa leitt í ljós spennandi og nýjar niðurstöður.

Segir hún uppgröftinn mjög sérstakan og hafa spennandi brag enda sé verið að kanna neðanjarðarmannvirki sem sveipuð séu ákveðinni dulúð.

„Við erum að fá nýjar upplýsingar sem er auðvitað alltaf það sem maður er að reyna að sækja í svona rannsókn.“

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Skýr merki eru í veggjum og lofti eftir verkfærin sem …
Skýr merki eru í veggjum og lofti eftir verkfærin sem notuð voru við gerð ganganna sem tengdu saman hellana tvo í Odda á Rangárvöllum. Ljósmynd/Oddarannsóknin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka