Guðrún: Ákvörðun um brottvísun Yazans stendur

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Ákvörðun um brott­flutn­ing Yaz­ans Tamimi stend­ur. Þetta sagði Guðrún Haf­steins­dótt­ir á Alþingi rétt í þessu.

Áður en flug­vél með Yaz­an og fjöl­skyldu hans fór af landi brott til Spán­ar í morg­un barst Guðrúnu beiðni frá fé­lags og vinnu­markaðsráðherra um að fram­kvæmd­inni yrði frestað vegna þess að hann óskaði eft­ir að fá að ræða málið í rík­is­stjórn.

„Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyr­ir rík­is­lög­reglu­stjóra að fresta för um sinn. Það breyt­ir því þó ekki að ákvörðun um brott­flutn­ing stend­ur en fram­kvæmd­inni á þess­um brott­flutn­ingi hef­ur verið frestað,“ sagði Guðrún í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um.

Spurði hvort VG hefði hótað að sprengja rík­is­stjórn­ina

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, spurði Guðrúnu Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra m.a. hvort að hún teldi sig hafa laga­heim­ild fyr­ir því að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi. Hann fékk ekki svör við þeirri spurn­ingu.

„Treyst­ir hæst­virt­ur ráðherra ekki heil­brigðis­kerf­inu á Spáni? Treyst­ir hæst­virt­ur ráðherra ekki stjórn­kerf­inu á Íslandi eða var þetta gert ein­göngu af kröfu ráðherra Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs og hvað hefði gerst ef ekki hefði orðið við þeirri kröfu?

Fóru ráðherr­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs fram á að hæst­virt­ur ráðherra skipti um skoðun í þessu máli eða ella myndu þeir slíta stjórn­ar­sam­starf­inu?“ spurði Sig­mund­ur Davíð.

Hann fékk ekki svör við þess­um spurn­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert