Leita að Illes Benedek Incze

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út.
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á Suðurlandi, ásamt sporhundum og drónahópum, hafa verið boðaðar út þar sem leitað er að manni við Vík í Mýrdal sem ekki hafði skilað sér heim á tilsettum tíma.

Þetta upplýsir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi heitir maðurinn Illes Benedek Incze og sást hann síðast í Vík í Mýrdal klukkan 3 síðastliðna nótt. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð með upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert