Málaferli í gangi vegna Suðurnesjalínu 2

Enn er deilt um Suðurnesjalínu 2 sem leggja á vegna …
Enn er deilt um Suðurnesjalínu 2 sem leggja á vegna þess að Suðurnesjalína 1, sem hér sést, er ekki nógu burðug til flutnings raforku. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtaka í máli Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjaness í gær en var frestað fram í miðjan október.

Málið snýr að framkvæmdaleyfi við Suðurnesjalínu 2, en framkvæmdir við línulögnina hófust í sumar og hafa þær gengið vel.

Þá eru og í gangi málaferli vegna eignarnáms á hluta þess landsvæðis sem línan á að liggja um.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ástæða frestunarinnar sú að landeigendur á svæðinu, þeir sömu og eiga aðild að eignarnámsmálinu, eru að stefna sér inn í málaferlin varðandi framkvæmdaleyfið.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert