Myndir: Mótmælt fyrir utan ríkisstjórnarfund

Lögreglan stendur vörð fyrir utan ríkisstjórnarfund, þar sem saman er …
Lögreglan stendur vörð fyrir utan ríkisstjórnarfund, þar sem saman er kominn nokkur fjöldi fólks til að mótmæla. mbl.is/Karítas

Nokk­ur fjöldi fólks er sam­ankominn neðarlega á Hverfisgötu, þar sem ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun.

Fólkið er þar í því skyni að mót­mæl­a rík­is­stjórn­inni eft­ir til­raun yf­ir­valda í gær til að flytja palestínska dreng­inn Yaz­an Tamimi úr landi.

Ljósmyndari mbl.is er á vettvangi og hér fylgja nokkrar myndir frá mótmælum morgunsins.

Fólkið stendur á Hverfisgötu handan girðingar sem lögregla setti upp …
Fólkið stendur á Hverfisgötu handan girðingar sem lögregla setti upp í morgunsárið. mbl.is/Karítas
Lokað hefur verið fyrir umferð um Hverfisgötu á milli Lækjargötu …
Lokað hefur verið fyrir umferð um Hverfisgötu á milli Lækjargötu og Ingólfsstrætis vegna mótmælanna. mbl.is/Karítas
Mótmælin hafa sprottið upp í kjölfar tilraunar yfirvalda til að …
Mótmælin hafa sprottið upp í kjölfar tilraunar yfirvalda til að flytja palestínska drenginn Yazan Tamimi úr landi. mbl.is/Karítas
Fyrir utan ríkisstjórnarfundinn við Hverfisgötu. Ekki er víst hvenær honum …
Fyrir utan ríkisstjórnarfundinn við Hverfisgötu. Ekki er víst hvenær honum lýkur. mbl.is/Karítas
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka