Ráðherrar keppist við að slá sig til riddara

Jóhann Páll segir að Yazan og fjölskylda hans hafi orðið …
Jóhann Páll segir að Yazan og fjölskylda hans hafi orðið að leiksoppi í pólitísku leikriti. Samsett mynd

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ráðherra í rík­is­stjórn kepp­ast við að slá sig til ridd­ara hvert á sín­um for­send­um vegna máls palestínska drengs­ins, Yaz­ans Tamimi, sem átti að flytja af landi brott í gær.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra lét fresta brott­vís­un Yaz­ans og fjöl­skyldu hans eft­ir að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, óskaði eft­ir því að málið yrði rætt frek­ar í rík­is­stjórn.

Á meðan bíði dreng­ur­inn á milli von­ar og ótta á sjúkra­húsi þar sem hann hrökkvi í kút í hvert skipti sem ein­hver kem­ur inn í her­bergið „eyðilagður eft­ir at­b­urði síðustu sól­ar­hringa, síðustu mánaða. Eft­ir að hafa verið vak­inn núna um miðja nótt, rif­inn á fæt­ur og lát­inn dúsa í sjö klukku­stund­ir í varðhaldi á Kefla­vík­ur­flug­velli áður en brunað svo meðan til baka vegna þess að það átti að ræða málið hans á rík­is­stjórn­ar­fundi, og nú tala ráðherr­ar út og suður,“ sagði Jó­hann Páll á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins.

Verði að fá að hvílast næstu daga

Yaz­an er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Duchenne. Hann var stadd­ur í Rjóðrinu, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild fyr­ir lang­veik og lang­veik fötluð börn þegar hann var sótt­ur af lög­regl­unni á sunnu­dags­kvöld.

Jó­hann Páll seg­ir dreng­inn og fjöl­skylda hans hafi orðið að leik­soppi í póli­tísku leik­riti og að nú sé nóg komið.

Fjöl­skyld­an verði nú að fá full­vissu um það frá stjórn­völd­um, heilsu drengs­ins vegna, að hann sé óhult­ur á sjúkra­húsi. „Að hann fái að njóta ör­ygg­is á sjúkra­stofn­un eins og gild­ir al­mennt um sjúk­linga og þeim er tryggður rétt­ur til. Að þar fái dreng­ur­inn að hvílast næstu daga eft­ir þess­ar raun­ir án þess að þurfa að ótt­ast að mar­tröðin end­ur­taki sig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert