Slíta eigi stjórninni verði Yazan vísað brott

Bryndís Ýrr hélt á stórum borða ásamt nokkrum öðrum.
Bryndís Ýrr hélt á stórum borða ásamt nokkrum öðrum. mbl.is/Hermann

„Ég er kom­in hérna til þess að styðja Yaz­an og hans mann­rétt­indi sem barn. Hér er verið að þver­brjóta barna­sátt­mál­ann og hann [Yaz­an Tamimi] er – eins og við vit­um – lang­veikt barn og búið að þvæla hon­um um á grimmi­leg­an máta,“ seg­ir Bryn­dís Ýrr Bald­urs­dótt­ir, sem var einn af þeim um það bil 200 mót­mæl­end­um sem mættu fyr­ir utan fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un.

Yaz­an Tamimi og fjöl­skyldu hans á að flytja af landi brott til Spán­ar þar sem þau eiga rétt á því að sækja um alþjóðlega vernd. 

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að fjöl­skyld­an upp­fylli ekki skil­yrði þess að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. 

Yaz­an er lang­veikt barn frá Palestínu og hef­ur mál hans og fjöl­skyldu hans vakið reiði meðal sumra. 

Hrædd um að hann verði send­ur út

Bryn­dís kveðst hrædd um það að þrátt fyr­ir mót­mæl­in þá verði hon­um vísað af land­inu.

Spurð hvort að hún telji að Vinstri græn eigi að slíta sam­starf­inu ef hon­um verður vísað af landi brott seg­ir Bryn­dís:

„Já mér finnst það al­veg klár­lega. Mér finnst dóms­málaráðherra vera að brjóta lög, lög sem hafa verið höfð í há­veg­um hér á landi síðan ég man eft­ir mér. Það finnst mér ekki lagi og ekki boðlegt í okk­ar sam­fé­lagi því mér finnst það gefa for­dæmi fyr­ir því að brjóta á öðrum börn­um.“

Svandís tel­ur að niðurstaðan „verði góð fyr­ir Yaz­an“

Niðurstaða rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins er óljós en á laug­ar­dag verður mál fjöl­skyld­unn­ar tekið enn á ný til efn­is­meðferðar ef hon­um verður ekki vísað frá landi.

Ráðherr­ar VG virt­ust gefa þann tón að fjöl­skyld­unni yrði ekki vísað frá landi. 

„Ég er að segja að niðurstaðan okk­ar og umræðan í rík­is­stjórn gaf til­efni til að ætla að rík­is­stjórn­in muni standa þetta af sér og að niðurstaðan verði góð fyr­ir Yaz­an og fjöl­skyldu hans,“ sagði Svandís í sam­tali við mbl.is að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert