Staða ríkislögreglustjóra ekki auglýst

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verður áfram í embætti næstu fimm árin, því ekki kemur til þess að embætti ríkislögreglustjóra verði auglýst laust til umsóknar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í gær voru réttir sex mánuðir þar til skipunartími Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra rennur út.

Í 23. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið á um að embættismenn séu skipaðir tímabundið til fimm ára í senn og skuli tilkynna viðkomandi embættismanni með minnst sex mánaða fyrirvara fyrir lok skipunartíma hans, hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar.

Sé það ekki gert framlengist skipunartíminn sjálfkrafa um fimm ár til viðbótar, nema viðkomandi óski eftir að láta af störfum fyrr. Sigríður Björk var skipuð í embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars árið 2020. Þannig hefði átt að tilkynna Sigríði Björk í síðasta lagi í gær um að embættið yrði auglýst, en það var ekki gert.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert