97 aðgerðir hafa neikvæð áhrif

Uppfærð aðgerðaáætlun í loftlagsmálum var kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, …
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftlagsmálum var kynnt af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og þremur öðrum ráðherrum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­ill meiri­hluti þeirra 150 lofts­lagsaðgerða stjórn­valda sem hef­ur verið kynnt­ur hef­ur nei­kvæð efna­hags­leg áhrif. Aðgerðaráætl­un stjórn­valda mun hafa nei­kvæð áhrif á þróun lífs­kjara og efna­hags­legra fram­fara.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Viðskiptaráðs sem hef­ur gert út­tekt á aðgerðunum.

Í júní kynntu fjór­ir ráðherr­ar upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en í henni var að finna safn 150 lofts­lagsaðgerða og lofts­lags­verk­efna.

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið gerði ekki út­tekt á efna­hags­leg­um áhrif­um aðgerðanna en Viðskiptaráð hef­ur gert það með því að meta sex efna­hags­lega áhrifaþætti.

Tvær af hverj­um þrem­ur hafa nei­kvæð áhrif

„Niður­staðan er að af 150 aðgerðum hafa 97 nei­kvæð áhrif, 40 eru hlut­laus­ar og 13 hafa já­kvæð áhrif. Tvær af hverj­um þrem­ur aðgerðum hafa því nei­kvæð efna­hags­leg áhrif,“ seg­ir í til­kynn­ingu Viðskiptaráðs.

Fram kem­ur að nei­kvæðustu efna­hags­legu áhrif­in sé að finna í aðgerðum er varða beit­ingu hagrænna lata á notk­un dísil- og bens­ín­bif­reiða.

Já­kvæðustu efna­hags­legu áhrif­in er að finna í aðgerðum sem snúa að ein­föld­un leyf­is­veit­inga­ferl­is í orku­vinnslu og auk­inni orku­öfl­un.

Í mat­inu eru sex efna­hags­leg­ir áhrifaþætt­ir metn­ir: tveir sem snúa að hinu op­in­bera (um­svif og út­gjöld) og fjór­ir sem snúa að einka­aðilum (skatt­ar/­​gjöld, tak­mark­an­ir/​bönn, reglu­byrði og verðmæta­sköp­un).

Þegar aðgerðirnar voru kynntar sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra efnahagslegan ávinning …
Þegar aðgerðirn­ar voru kynnt­ar sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra efna­hags­leg­an ávinn­ing fylgja aðgerðum í lofts­lags­mál­um á Íslandi. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Auk­in um­svif hins op­in­bera al­geng­ust

„Af nei­kvæðum áhrif­um eru auk­in op­in­ber um­svif al­geng­ust, en 79 aðgerðir hafa þau áhrif. Und­ir auk­in um­svif falla t.d. nýj­ar kvaðir um skýrslu­gerð, gagna­öfl­un eða grein­ing­ar og op­in­bert eft­ir­lit. Þá fela 53 aðgerðir í sér auk­in op­in­ber út­gjöld, 21 hafa aukna reglu­byrði í för með sér, 15 aðgerðir fela í sér tak­mark­an­ir eða bönn og 8 fela í sér aukn­ar álög­ur í formi skatta eða gjalda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um 20 aðgerðir styðja þó við verðmæta­sköp­un, fimm aðgerðir draga úr skött­um og gjöld­um og minnka reglu­byrði, tvær draga úr tak­mörk­un­um eða bönn­um og ein aðgerð dreg­ur úr út­gjöld­um.

„Aðgerðaáætl­un stjórn­valda mun að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á þróun lífs­kjara og efna­hags­legra fram­fara í landi sem er þegar í far­ar­broddi á heimsvísu þegar kem­ur að um­hverf­is­vænni verð­mæta­sköp­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu Viðskiptaráðs.

Þegar litið er til einstakra aðgerða eru áhrif þeirra ólík.
Þegar litið er til ein­stakra aðgerða eru áhrif þeirra ólík. Skjá­skot/​Viðskiptaráð

ESB breytt um nálg­un

Fram kem­ur að Evr­ópu­sam­bandið hafi ný­verið kynnt breytta nálg­un í lofts­lags­mál­um, þar sem áhersla er lögð á að lág­marka nei­kvæð efna­hags­leg áhrif aðgerða til að tryggja sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar.

Fram­kvæmda­stjórn ESB legg­ur nú áherslu á að greiða fyr­ir fjár­fest­ingu, bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja og draga úr reglu­byrði í sín­um lofts­lagsaðgerðum.

Viðskiptaráð hvet­ur þá stjórn­völd til að end­ur­skoða nálg­un sína í lofts­lags­mál­um með það í huga og seg­ir að sam­keppn­is­hæfni sé grund­völl­ur blóm­legs at­vinnu­lífs.

„Án þess er ekki hægt að fjár­festa í end­ur­nýj­an­legri orku, hag­kvæm­ari innviðum eða grænni tækni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert