Algeng laun 1,4 til 2,2 milljónir

Einn framkvæmdastjóri sveitarfélags var með 2,2 milljónir eða hærri laun …
Einn framkvæmdastjóri sveitarfélags var með 2,2 milljónir eða hærri laun í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Algengast er að laun framkvæmdastjóra sveitarfélaga, sveitarstjóra og bæjarstjóra, um allt land, séu á bilinu 1,4 til rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Þetta sýna niðurstöður könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Alls bárust svör í könnuninni frá 44 sveitarfélögum sem eru með innan við 15 þúsund íbúa, um launagreiðslur þeirra á seinasta ári.

„Árið 2023 voru laun framkvæmdastjóra þeirra 44 sveitarfélaga sem svöruðu könnuninni frá undir 1.000 þús. kr. og upp í 2.400 þús. kr. á mánuði fyrir utan starfstengdar greiðslur,“ segir í skýrslu um niðurstöðurnar.

Einn framkvæmdastjóri sveitarfélags var með 2,2 milljónir eða hærri laun í fyrra, tíu voru með laun á bilinu 2 til 2,2 milljónir og ellefu voru með laun á bilinu 1,8 til 2 milljónir á mánuði. Fjórir voru með laun undir einni milljón króna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert