Lík hefur fundist í Reynisfjalli skammt undan Vík í Mýrdal.
Þetta staðfestir Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið við störf á svæðinu í kvöld en Brynja segir hana hafa verið kallaða út þar sem ekki var hægt að komast að staðnum þar sem líkfundurinn varð landleiðis.
Ekki er hægt að staðfesta af hverjum líkið er en Illes Benedek Incze hefur verið saknað frá því á sunnudag og fjöldi björgunarsveitafólks tekið þátt í leit að honum á svæðinu.
Benedek er frá Ungverjalandi en hefur verið búsettur í Vík og starfað þar.