Lögreglan leitar eftir myndefni í tengslum við andlát stúlku

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar á milli kl. 13 og 18., sama dag og 10 ára stúlka beið þar bana 15. september. 

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert