Lögreglan leitar eftir myndefni í tengslum við andlát stúlku

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi 15. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­ar eft­ir mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Valla­hverf­is í Hafnar­f­irði og Vig­dís­ar­valla­veg­ar á milli kl. 13 og 18., sama dag og 10 ára stúlka beið þar bana 15. sept­em­ber. 

„Mörg öku­tæki eru búin mynda­vél­um og því viðbúið að mynd­efni frá um­rædd­um veg­arkafla á áður­nefnd­um tíma sé að finna í fór­um ein­hverra. Hinir sömu eru vin­sam­leg­ast beðnir um að senda upp­lýs­ing­ar um slíkt á net­fangið abend­ing@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og síma­núm­er. Í fram­hald­inu verður haft sam­band við viðkom­andi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka