Rannsóknin skýrist með hverjum degi

Maðurinn var handtekinn við Krýsuvíkurveg.
Maðurinn var handtekinn við Krýsuvíkurveg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, seg­ir rann­sókn lög­reglu á and­láti tíu ára stúlku skýr­ast með hverj­um deg­in­um.

Lög­regl­an yf­ir­heyrði í gær Sig­urð Fann­ar Þórs­son, mann­inn sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni. Er hann enn sá eini sem er með stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Hann var hand­tek­inn á vett­vangi þar sem stúlk­an fannst.

Munu hugs­an­lega ekki greina frá niður­stöðunum

„Þetta skýrist alltaf með hverj­um deg­in­um og hverri lög­regluaðgerðinni sem fram­kvæmd er,“ seg­ir Grím­ur, spurður hvort lög­regla sé nú með skýr­ari mynd af at­b­urðinum í kjöl­far yf­ir­heyrsl­unn­ar.

Maður­inn er ekki tal­inn hafa verið und­ir áhrif­um er stúlk­unni var banað en sýni úr hon­um voru send til rann­sókn­ar. Hafa niður­stöður ekki borist enn en Grím­ur ít­rek­ar að ekki sé víst að lög­regla upp­lýsi um niður­stöðurn­ar.

Eng­ar staðreynd­ir til að byggja á

Sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki um að mann­drápið teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Íslandi. Spurður út í þær sögu­sagn­ir og hvort lög­regla telji ein­hvern fót fyr­ir þeim seg­ir Grím­ur: „Við höf­um ekki nein­ar staðreynd­ir til að byggja á.“

Grím­ur svaraði líka spurn­ing­um er varða sögu­sagn­irn­ar í gær og sagði þá að ef fólk teldi sig vera með „konkret“ upp­lýs­ing­ar um málið þá ætti það að setja sig í sam­band við lög­reglu.

Aðspurður seg­ir hann eng­ar slík­ar ábend­ing­ar hafa borist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert