510 milljónir í hreinorku vörubíla

Fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz.
Fyrsti rafknúni vörubíllinn frá Mercedes-Benz. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að veita 510 milljónum króna í styrki til kaupa á hreinorku vörubifreiðum á þessu ári.

Er þetta í annað sinn sem slíkir styrkir eru veittir, en áætlað er að rúmlega 600 þúsund lítrar af olíu sparist árlega með notkun hreinorku vörubifreiðanna sem hljóta styrk að þessu sinni.

Segir í tilkynningu Stjórnarráðsins að hvert tæki sem komist á hreina orku vegi þungt í orkuskiptum, þar sem hvert tæki noti margfalt meiri olíu á við venjulega fólksbifreið.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helmingi fleiri umsóknir í ár

Allar 55 umsóknirnar sem bárust voru samþykktar með upphæðum samkvæmt samrýmdum viðmiðum. Sótt var um 621 milljónir kr. og komu 510 milljónir kr. til úthlutunar. Helmingi fleiri styrkjaumsóknir bárust Orkusjóð í ár en í fyrra.

„Flestar voru umsóknirnar að þessu sinni vegna kaupa á stærri sendibílum eða pallbílum með stórum rafhlöðum, en einnig var talsvert um umsóknir vegna stærri vörubifreiða með enn stærri og öflugri rafhlöðum,“ segir í tilkynningunni. 

Segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að mikilvægt sé að tryggja áframhaldandi vinnu voð þriðju orkuskiptin.

„Við þurfum að tryggja að vinna við þriðju orkuskiptin haldi áfram og sýna þar sömu hugdirfsku og forfeður okkar gerðu er þeir fóru í fyrstu og önnur orkuskiptin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka