Myndefni borist lögreglu

Lögreglubifreið á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður …
Lögreglubifreið á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður er grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­reglu hef­ur borist mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Valla­hverf­is í Hafn­ar­f­irði og Vig­dís­ar­valla­veg­ar 15. sept­em­ber á milli kl. 13 og 18, sama dag og tíu ára stúlka beið þar bana. Faðir stúlk­unn­ar er grunaður um að hafa banað henni.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, seg­ir að mynd­efnið sé ekki yf­ir­farið og get­ur því ekki sagt til um af hversu miklu gagni það komi. Seg­ir hann ómögu­legt að segja hversu lang­an tíma tek­ur að yf­ir­fara mynd­efnið enda ekki enn vitað hversu mikið mynd­efni hef­ur eða mun skila sér.

Eng­ar ábend­ing­ar borist

Faðir stúlk­unn­ar er ekki tal­inn hafa verið und­ir áhrif­um er stúlk­unni var banað. Niður­stöður úr sýna­töku hafa þó ekki borist.

Sögu­sagn­ir um að mann­drápið teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Íslandi hafa verið born­ar und­ir lög­reglu sem seg­ir eng­ar staðreynd­ir um slíkt vera til staðar til að byggja á.

Grím­ur hvatti al­menn­ing til að setja sig í sam­band við lög­reglu hafi það upp­lýs­ing­ar um málið sem það tel­ur að byggja megi á. Eng­ar slík­ar ábend­ing­ar hafa enn borist.

Beit­ing vopns ekki rædd

Grím­ur seg­ir að alltaf séu að koma í ljós frek­ari og betri upp­lýs­ing­ar um aðdrag­anda og at­b­urðarás­ina sem leiddi til dauða stúlk­unn­ar en lög­regla held­ur spil­un­um þétt að sér og ræðir til að mynda ekki hvort og þá hvaða vopni hafi verið beitt.

Sig­urður Fann­ar Þórs­son, faðir stúlk­unn­ar, er sá eini sem er með stöðu sak­born­ings í mál­inu. Grím­ur seg­ir lítið annað að segja um málið í dag. Því vindi eðli­lega fram og sé komið í ákveðið ferli eins og slík­ar rann­sókn­ir geri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert