„Keppnisskapið rekur mig áfram“

Á myndinni til vinstri má sjá þegar Ólafur var kallaður …
Á myndinni til vinstri má sjá þegar Ólafur var kallaður úr hestaferð í afmæli til Bryndísar. Á myndinni hægra megin má sjá hvernig menn urðu oft að hafa hey með á hálendinu

„Ég átti ekki langt eftir í aðra heima. Ef ég stykki af hestinum, næði ég mér aldrei uppréttum í straumnum og ætti mér litla von í þessum kulda. Ég losaði mig úr ístöðunum og lyfti hægra hnénu uppá hnakknefið til að hafa einhverja spyrnu.

Svo tók ég mig upp af hnakknum, stóð á honum til hálfs, náði haldi á hraunnibbu hinum megin. Hesturinn var farinn frá mér og þarna hékk ég. Ég reigði höfuðið aftur fyrir mig og horfði niður í strauminn. Þar vildi ég ekki lenda. Smátt og smátt náði ég að flytja líkamsþungann uppá hraunið og skríða afturábak frá ánni.“

Svo lýsir Ólafur B. Schram ferð sinni yfir Jökulsá á Fjöllum í nýútkominni bók sinni, Tölt og brölt, sem hann dreifir sjálfur hvert sem verða vill. Þetta er önnur bók höfundar en 2019 gaf hann út Höpp og glöpp.

Lærði að vinna í Öræfasveit

„Frá unga aldri hef ég alltaf haft þessa þörf til að takast á við verkefni og afreka eitthvað. Á Litla-Hofi í Öræfum var komið fram við börn eins og jafningja og allir lögðu sitt af mörkum við vinnu á búinu. Á þessum tíma var ekki vegasamband við Öræfin og samgöngurnar voru með flugi til Fagurhólsmýrar,“ segir Ólafur við Morgunblaðið.

Á haustin var slátrað í Öræfum ef það var flugveður og vélin fyllt af kjötskrokkum.

„Það voru engin sæti fyrir farþega í þessum flugvélum. Ég var bara fluttur suður með kjötskrokkunum. Í þessum flugferðum var flogið yfir jökulinn og hálendið og það var þá sem þráin vaknaði fyrir því að komast á alla þessa staði.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag, 20. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert