Þurfum að láta náungann okkur varða

Mikill óhugur er í samfélaginu, en þrjú barnamorð hafa verið …
Mikill óhugur er í samfélaginu, en þrjú barnamorð hafa verið framin á Íslandi á þessu ári. Það er gríðarlega há tala, ekki síst þegar skráð morð á börnum á Íslandi á 150 ára tímabili eru alls 20 talsins. Ljósmynd/Colourbox

Fréttir undanfarinna mánaða af mikilli fjölgun á ofbeldi og morðum á landinu hefur vakið mikinn óhug meðal þjóðarinnar og ekki síst eru dauðsföll þriggja barna á þessu ári þyngri en tárum taki.

Þegar skoðuð eru skráð morð á börnum frá upphafi skráninga seinni hluta nítjándu aldar má sjá mikla fjölgun og árið 2024 sker sig úr sem algjört einsdæmi. Skráð eru 20 þekkt mál frá upphafi skráninga, þ.e. mál þar sem ásetningur hefur verið staðfestur. Það eru 20 mál á 150 árum og þrjú þessara mála gerast árið 2024. Hvað getur valdið því að svona mikil aukning hefjist í lok síðustu aldar og fari síðan vaxandi fram á okkar dag?

Breytt þjóðfélag

„Það er rétt að þetta eru óvenjulega mörg mál á þessu eina ári,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað sem tengist barnamorðum sérstaklega eða hvort samfélagið sé að breytast. Við vitum að allra síðustu ár hafa verið að koma upp óvenjulega mörg alvarleg mál sem hafa endað sem manndrápsmál,“ segir Margrét.

Margrét Valdimarsdóttir.
Margrét Valdimarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Á síðustu 20 árum hefur okkur fjölgað um tæplega 100 þúsund íbúa, sem er mjög ör fjölgun og hraðari en hjá flestum öðrum þjóðum. Það má búast við því að með þeirri fjölgun komi upp fleiri svona erfið mál. En ef maður skoðar þetta og tekur tillit til breytinga á fólksfjölgun og skoðar fjölda mála miðað við 100 þúsund íbúa þá erum við samt að sjá fjölgun á allra síðustu árum. Við vorum lengi með lægstu eða einna lægstu manndrápstíðni í heimi, en það er ekki þannig lengur,“ segir Margrét

Margrét segir að það séu samt engin skýr svör í þessu sambandi en þegar litið sé til stórra alþjóðlegra kannana á tíðni barnamorða sé tvennt tiltekið sérstaklega. „Af því að þetta geta verið ólík mál þá eru það alls konar þættir en það er meiri tíðni barnamorða í þjóðfélögum þar sem er mikill félagslegur ójöfnuður annars vegar og hins vegar þar sem er mikil tíðni áfengis- og vímuefna. Þessir tveir þættir hafa áhrif á almenna morðtíðni en líka við barnamorð.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 19. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert