Þurfum að láta náungann okkur varða

Mikill óhugur er í samfélaginu, en þrjú barnamorð hafa verið …
Mikill óhugur er í samfélaginu, en þrjú barnamorð hafa verið framin á Íslandi á þessu ári. Það er gríðarlega há tala, ekki síst þegar skráð morð á börnum á Íslandi á 150 ára tímabili eru alls 20 talsins. Ljósmynd/Colourbox

Frétt­ir und­an­far­inna mánaða af mik­illi fjölg­un á of­beldi og morðum á land­inu hef­ur vakið mik­inn óhug meðal þjóðar­inn­ar og ekki síst eru dauðsföll þriggja barna á þessu ári þyngri en tár­um taki.

Þegar skoðuð eru skráð morð á börn­um frá upp­hafi skrán­inga seinni hluta nítj­ándu ald­ar má sjá mikla fjölg­un og árið 2024 sker sig úr sem al­gjört eins­dæmi. Skráð eru 20 þekkt mál frá upp­hafi skrán­inga, þ.e. mál þar sem ásetn­ing­ur hef­ur verið staðfest­ur. Það eru 20 mál á 150 árum og þrjú þess­ara mála ger­ast árið 2024. Hvað get­ur valdið því að svona mik­il aukn­ing hefj­ist í lok síðustu ald­ar og fari síðan vax­andi fram á okk­ar dag?

Breytt þjóðfé­lag

„Það er rétt að þetta eru óvenju­lega mörg mál á þessu eina ári,“ seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræðing­ur. „Maður spyr sig hvort það sé eitt­hvað sem teng­ist barnamorðum sér­stak­lega eða hvort sam­fé­lagið sé að breyt­ast. Við vit­um að allra síðustu ár hafa verið að koma upp óvenju­lega mörg al­var­leg mál sem hafa endað sem mann­dráps­mál,“ seg­ir Mar­grét.

Margrét Valdimarsdóttir.
Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Á síðustu 20 árum hef­ur okk­ur fjölgað um tæp­lega 100 þúsund íbúa, sem er mjög ör fjölg­un og hraðari en hjá flest­um öðrum þjóðum. Það má bú­ast við því að með þeirri fjölg­un komi upp fleiri svona erfið mál. En ef maður skoðar þetta og tek­ur til­lit til breyt­inga á fólks­fjölg­un og skoðar fjölda mála miðað við 100 þúsund íbúa þá erum við samt að sjá fjölg­un á allra síðustu árum. Við vor­um lengi með lægstu eða einna lægstu mann­dráp­stíðni í heimi, en það er ekki þannig leng­ur,“ seg­ir Mar­grét

Mar­grét seg­ir að það séu samt eng­in skýr svör í þessu sam­bandi en þegar litið sé til stórra alþjóðlegra kann­ana á tíðni barnamorða sé tvennt til­tekið sér­stak­lega. „Af því að þetta geta verið ólík mál þá eru það alls kon­ar þætt­ir en það er meiri tíðni barnamorða í þjóðfé­lög­um þar sem er mik­ill fé­lags­leg­ur ójöfnuður ann­ars veg­ar og hins veg­ar þar sem er mik­il tíðni áfeng­is- og vímu­efna. Þess­ir tveir þætt­ir hafa áhrif á al­menna morðtíðni en líka við barnamorð.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert