Um ungt kvendýr að ræða

Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri tók á móti húninum í gær.
Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri tók á móti húninum í gær. mbl.is/Eyþór

Hvítabjörninn sem felldur var á Höfðaströnd í Jök­ul­fjörðum í gær eft­ir að hafa sést í ná­lægð við híbýli fólks, reyndist vera ungt kvendýr. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands vinna nú að því að rannsaka hræ húnsins. 

Fyllsta öryggis gætt

Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir að birnan mælist um 164 sentímetrar á lengd, sem hann segir að bendi til að dýrið hafi verið á öðru ári. Setur Þorvaldur fyrirvara við þær bollalengingar en að fram undan sé tanntaka til aldursgreiningar.

Dýralæknar munu taka sýni úr dýrinu og rækta úr þeim til þess að athuga með ýmsa sjúkdóma að sögn Þorvaldar, sem segir að fyllsta öryggis sé gætt í þessari vinnu.

„Það er farið mjög varlega og þetta er tekið alvarlega. Þegar búið er að taka sýnin og mæla hann allan þá fer hann í frysti þar til niðurstöður koma úr öllum þessum sýnum.“

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert