Hafa ekki lokið geðmati á föðurnum

Stúlkan fannst látin við Krísuvíkurveg.
Stúlkan fannst látin við Krísuvíkurveg. Eggert Jóhannesson

Rann­sókn á and­láti 10 ára stúlku sem fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg á sunnu­dags­kvöld miðar þokka­lega áfram. Ekki hef­ur farið fram geðmat á föður stúlk­unn­ar, sem grunaður er um að hafa banað henni.

„Rann­sókn­inni miðar þokka­lega og við höld­um henni bara áfram,“ seg­ir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, spurð út í rann­sókn á and­lát­inu.

Á fimmtu­dag­inn aug­lýsti lög­regla eft­ir mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Valla­hverf­is í Hafn­ar­f­irði og Vig­dís­ar­valla­veg­ar á milli kl. 13 og 18, sama dag og stúlk­an fannst lát­in.

Spurð hvort að lög­regl­unni hafi borist mikið mynd­efni seg­ir Elín: „Við erum búin að fá ábend­ing­ar og það er bara verið að vinna úr þeim.“

Eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar

Hún bæt­ir þó við að eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar hafi borist en fólk er enn hvatt til að senda lög­reglu ábend­ing­ar ef það er með ein­hvers­kon­ar mynd­efni eða annað sem það tel­ur skipta máli.

RÚV greindi í gær frá því að faðir stúlk­unn­ar sem grunaður er um að hafa banað henni hafi verið met­inn sak­hæf­ur sam­kvæmt bráðabirgðageðmati.

Spurð hvort hún geti staðfest þær upp­lýs­ing­ar seg­ir Elín: „Það á eft­ir að fara fram mat í þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert