Hafa ekki lokið geðmati á föðurnum

Stúlkan fannst látin við Krísuvíkurveg.
Stúlkan fannst látin við Krísuvíkurveg. Eggert Jóhannesson

Rannsókn á andláti 10 ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg á sunnudagskvöld miðar þokkalega áfram. Ekki hefur farið fram geðmat á föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa banað henni.

„Rannsókninni miðar þokkalega og við höldum henni bara áfram,“ segir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, spurð út í rann­sókn á and­látinu.

Á fimmtudaginn auglýsti lögregla eftir mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Valla­hverf­is í Hafnar­f­irði og Vig­dís­ar­valla­veg­ar á milli kl. 13 og 18, sama dag og stúlkan fannst látin.

Spurð hvort að lögreglunni hafi borist mikið myndefni segir Elín: „Við erum búin að fá ábendingar og það er bara verið að vinna úr þeim.“

Engar nýjar upplýsingar

Hún bætir þó við að engar nýjar upplýsingar hafi borist en fólk er enn hvatt til að senda lögreglu ábendingar ef það er með einhverskonar myndefni eða annað sem það telur skipta máli.

RÚV greindi í gær frá því að faðir stúlkunnar sem grunaður er um að hafa banað henni hafi verið metinn sakhæfur samkvæmt bráðabirgðageðmati.

Spurð hvort hún geti staðfest þær upplýsingar segir Elín: „Það á eftir að fara fram mat í þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert