Hefði Sigmundur Davíð stöðvað brottvísunina?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var forsætisráðherra á árunum 2013-2016. Í nýjasta þætti Spursmála er hann spurður hvernig hann hefði brugðist við sem slíkur ef Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG hefði hringt í hann um miðja nótt og krafist þess að stöðva brottflutning á flóttamanni sem verið færi að flytja úr landi.

Svör Sigmundar eru skýr. Þau má sjá í spilaranum hér að ofan, en einnig eru þau rakin í textanum hér að neðan.

Ekki gripið inn í

Ef þú hefðir verið forsætisráðherra á mánudaginn og fengið þetta símtal frá formanni VG. Hefðir þú kallað dómsmálaráðherrann út og stöðvað lögregluaðgerðina.

„Nei, ég treysti mér til að fullyrða að ég hefði ekki gert það.“

Hvað hefðir þú sagt við Guðmund Inga?

„Ég hefði líklega verið kurteis þrátt fyrir að hafa verið vakinn um miðja nótt með svona erindi. En ég hefði sagt að þetta mál er búið að fara í gegnum allt ferlið og það er aftur og aftur, tvisvar komin niðurstaða í málið. Nú er þetta bara orðið of seint. Framkvæmdin er hafin. Það var búið að bjóða greiðslur og stuðning og það var búið að tala við yfirvöld á spáni sem hefðu tryggt það að veitt yrði næg heilbrigðisþjónusta. Og það er verið að senda barnið til Barselóna þar sem að er sérstakt barnasjúkrahús sem er hugsanlega það besta í heimi til að fást við þennan sjúkdóm.“

Við þekkjum þetta úr úrskurðinum.

„Síðan hefði ég boðið góða nótt.“

En ef hann hefði hótað stjórnarslitum?

mbl.is

Ekki hægt a

„Menn geta ekki lifað undir stöðugri ógn um það að ef ekki verður látið undan þá er ég bara hættur með þér, þá er ég farinn.“

En er Bjarni Ben ekki að sanna að það er hægt að lifa við slíkar aðstæður?

„Jú en þú sérð afraksturinn af slíku ástandi. Þannig að á einhverjum tímapunkti þarf að segja þetta gott.“

Sigmundur Davíð er nýjasti gestur Spursmála.
Sigmundur Davíð er nýjasti gestur Spursmála. mbl.is/María Matthíasdóttir

Illindin augljós

Hvaða afleiðingar hefur þetta mál núna í kjölfarið?

„Það hefur augljóslega haft þær afleiðingar að spennan innan ríkisstjórnarinnar og svona illindin, ef það er ekki of djúpt í árinni tekið, hafa líklega aldrei verið meiri. En fyrst og fremst hefur þetta þær afleiðingar að næsta svona mál er bara handan við hornið. Bjarni Benediktsson sagði að þetta væri ekki fordæmi. Ókei. kannski er hægt að færa rök fyrir því að þetta sé ekki lagalegt fordæmi en þetta verður notað sem fordæmi í öllum svona málum sem upp koma í framhaldinu. Og menn munu allir vilja að málið sitt verði rætt á ríkisstjórnarfundi ef niðurstaðan er mönnum ekki að skapi. Fyrir utan auðvitað öll hin málin, orkumálin og allt þetta sem bíður.“

Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert