Innkalla appelsínusafa

Appelsínusafinn sem um ræðir.
Appelsínusafinn sem um ræðir. Samsett mynd/Aðsend

Með hliðsjón af ör­yggi og vel­ferð neyt­enda hafa Rema Distri­buti­on Dan­mark A/​S og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Rema 1000 App­el­sínusafa í 1,5 lítra fern­um.

Ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar er galli í umbúðum.

Inn­köll­un­in varðar þær sölu­ein­ing­ar sem hafa best fyr­ir dag­setn­ingu 19.05.2025 og lot­u­núm­er V3444. 

Full end­ur­greiðsla

Viðskipta­vin­um Bón­us sem keypt hafa vör­una er ráðið frá því að neyta henn­ar og er bent á að þeir geta skilað henni í versl­un­ina þar sem hún var keypt gegn fullri end­ur­greiðslu. Fyr­ir hönd fram­leiðanda vör­unn­ar biður Aðföng viðskipta­vini Bón­us sem kunna að hafa orðið fyr­ir  óþæg­ind­um vegna þessa inni­legr­ar af­sök­un­ar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegn­um net­fangið gm[at]adfong.is

Upp­lýs­ing­ar um vör­una:

Vöru­heiti: Rema 1000 App­els­in Juice fra koncentrat
Net­tó­magn: 1,5 lítr­ar
Umbúð: Ferna
Strika­merki: 5705830017420
Best fyr­ir dag­setn­ing: 19.05-2025
Lot­núm­er: V3444 00:00 (síðustu fjór­ir tölustaf­irn­ir er klukka sem er breyti­leg milli ferna)
Geymslu­skil­yrði: Þurr­vara, stofu­hiti (m.v. óopnaðar umbúðir)
Dreif­ing: Versl­an­ir Bón­us

Ástæða innköllunarinnar er galli í umbúðum.
Ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar er galli í umbúðum. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert