Kurr í röðum Pírata

Landsþing Pírata fór fram í byrjun mánaðarins.
Landsþing Pírata fór fram í byrjun mánaðarins. Ljósmynd/Píratar

Óánægja hefur ríkt meðal sumra pírata eftir landsþing flokksins í byrjun mánaðar. Á fimmtudag var haldinn félagafundur til að lægja öldurnar.

Á þinginu var kosin ný framkvæmdastjórn og stefnu- og málanefnd. Alls buðu 19 manns sig fram. Fjórir af fimm aðalmönnum eru nýir í stjórninni en Halldór Auðar Svansson varaþingmaður var í fyrri stjórn. Hópur fólks vann saman að því að komast í stjórn og var eitthvað um nýliðun í flokknum fyrir kosninguna.

Nýja stjórn skipa Halldór, sem er nýr formaður, Haukur Viðar Alfreðsson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður. Atli Stefán Yngvason og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson eru varamenn, en þeir voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn og Atli sem formaður.

Atli Stefán segir við Morgunblaðið að kosningabandalagið hafi komið sér á óvart. „Kosningin var alveg lögleg og við finnum út úr því saman. Ég treysti nýrri stjórn fyrir góðum verkum og er núna varamaður í stjórn.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert